Jörð - 01.09.1932, Síða 13
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
11
Eggert, að stundum sé búiö til fast hlaup úr lienni, sem,
skorið í sneiðar út í málamjólk, gerir hana við-lifrauða,
þykka og sæta, og sé hún með þessu móti höfð til sæl-
gætis í Breiðafjarðardölum. Hjaltalín telur, að hafa megi
geitnaskófarhlaup til sælgætis með því að strá yfir sykri
og kanel.
Læt ég þá útrætt um þara' og skófir, og vík að fá-
einum blómjurtum. Er þá fyrst að nefna skarfakál,
sem Ólína Andrésdóttir taldi í útvarpserindi sínu hollasta
og ljúffengasta ætijurta næst fjallagrösum. Af því kemur
m. a. sætsúr lögur, sem hefir verið notaður sem mjólkur-
sýra, en er kannske enn heilnæmari. Annars er það notað
líkt og ræktað grænmeti. Svipað er að segja um f j öru-
a r f a og h e i m u 1 u. Ragnar Ásgeirsson telur svo að
segja óþarft að rækta spínat, þar sem heimula er fyrir
hendi, en spínat er einna auðugast allra fæðutegunda af
allskyns hollustuefnum og ber þó einkum af, að því er
snertir járn. Þá er vanaleg t ú n s ú r a vel nýtileg til sal-
ats og er líkt að segja um f í f 1 a 1 a u f. F í f 1 a r æ t u r
voru fyr meir taldar góðar soðnar í mjólk. Um bláber
segir Þorv. Thor. í L. I., að „víða sé kynstur af þeim,
sem ekki séu notuð til neins“. Enn þá meira er af
k r æ k i b e r j u m, eins og vitanlegt er, og má vel gera
úr þeim góða saft. Úr hrútaberjum niá gera ágæt-
asta hlaup. K ú m e n f r æ i mætti vel safna til krydds í
brauð og kannské til fleiri þarfa.
Að lokum skal farið fáum orðum um íslenzkar
drykk j urtir. Eru þær einkum blóðberg og
v a 11 h u m a 11. Ennfremur 1 j ó n s 1 a p p i og r j ú p n a-
1 a u f, en að vísu er talið réttara, að nota hið síðartalda
sparlega vegna þess hve sterkt það sé. Eggert Ólafsson
mælir mjög með æ r u p r í s - seyði1).
1 þessu sambandi er rétt að minna á það, að íslenzk-
ar jurtir hafa ávalt, en þó einkum fyr, verið notaðar til
1 æ k n i n g a. Verður ekki farið nánar út í það hér; aðeins
látið í ljós það álit, að varla sé ástæða til að efast um,
L Sbr. þ. Th.: Lýs. íslands IV., 2., bls. 253.