Jörð - 01.09.1932, Síða 14
12
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
að íslenzkar grasalækningar eigi við töluverð rök að
styðjast.
Er þá lokið yfirliti því, er hér verður veitt um æti-
jurtirnar, sem náttúra íslands býður fram sem varaforða
til manneldis hve nær, sem eitthvað kreppir að; sem
varaforða, er eins og á stendur, tekur jafnvel hinum al-
mennt notaða mélmat fram að hollustu, en stendur hon-
um yfirleitt jafnfætis að saðningargildi og h'klega að
smekk. Þetta eru matvæli, sem þjóðin hefir lengstum
lifað við og verið sú hin harðfenga hreystiþjóð til sálar
og líkama, sem ég vona, að ekki verði rengt með réttu,
að hún hafi verið.
E N N Ú er það ekki svo sem, að náttúra lands
vors bjóði ekki aðra kosti til framleiðslu matvæla úr
jurtaríkinu fram yíir það, sem enn hefir þegið verið.
Garðrækt vor íslendinga á fyrir höndum að færa
stórkostlega út kvíarnar, eins og bent hefir verið á,
einkum nú á þessu síðasta ári. Hvert einasta sveitaheim-
ili og svo að segja hvert einasta kaupstaðarheimili á
þess kost, eða gæti átt þess kost, að framleiða handa
sjálfu sér daglega yfir allt sumarið og fram á haust ein-
hvern hinn allra heilnæmasta og óleiðigjarnasta mat, sem
til er, g r æ n m e t i. Réttir, sem eru samsettir af græn-
meti og mjólk, eni heilnæmasta fæða, sem þekkist og
verður varla nokkuru sinni neytt í óhófi, nema um sér-
staka meltingarsjúkdóma sé að ræða. Auk grænmetis,
sem er jafnauðræktað og einfalt að matreiða eins og það
er hollt, er sjálfsagt að rækta á hverju heimili, eða því
sem næst, grænkál, h v í t k á 1, b 1 ó m k á 1 og g u 1-
r æ t u r, sem víða á landinu myndu ná fyllsta vexti —
að ekki séu nefndir ýmsir minni háttar garðávextir, sem
sjálfsagt er að hafa með, til að auka fjölbreyttni. — Til
þess að garðræktin komist í eðlilegt lag, verður almennt
að nota vermireiti (eða kassa). Með því móti einu
myndast kálhöfuð og með því móti má koma grænmet-
inu í notin um íardagaleytið, en yrði annars mánuði