Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 15
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
13
seinna. í þéttbýli er sjálfsagt að hafa samlög um vermi-
reiti.
. Um garðræktina er þess einnig að gæta, að víðast
myndi í'ull ástæða til, af heilsufarslegum ástæðum, að
minnka til muna ketneyzluna og fiskneyzluna, en auka að
sama skapi neyzlu garðmatar. Ennfremur er ekki lítið
áríðandi að gera sér algerlega ljóst, hversu mikill munur
er á því að nota úrgangssamar, stórum dofnaðar kartöfl-
ur yfir sumarið í stað þeirra tegúnda,sem taka má daglega
upp úr garðinum frá fardögum og langt fram á haust
(spínat, salat, karsa, hreðkur, rabarbara og, ca. hálfum
mánuði fyr en kartöflur, næpur) .Er hér um að ræða íæðu-
tegundir, einkum þar sem grænmetið(salat, spínat, lcarsi)
er, sem svo að segja öllum öðrum mat fremur myndi fylla
skarðið, sem segja má að sé stærst í íslenzku mataræði,
en það er skorturinn á fjörefninu C. Að því er snertir
hollustu jafnt sem sparnað gæti ég nefnt til dæmis ann-
álað dugnaðar- og útsj ónarheimili í sveit hér á landi, þar
sem í sumar er leið var notað salat á hverjum morgni,
en spínatsúpa í grautarstað í miðdegisverð. Aldrei not-
aður grautur úr haframéli eða hrísgrjónum. Bæði bónd-
inn og myndarlegur, roskinn vinnumaður, sem ]mr er,
töldu, að þann slátt hefðu þeir unnið sér léttar og við
betri heilsu en árum saman hafði verið; og er að vísu lík-
legt, að nokkru ’hafi góðviðrið valdið. Á mínu heimili var
sumarið 1930 frá því snenuna í Júlí til Októbeiioka Idrei
notaður grautur úr aðkeyptu efni og lítið af brauði, keti
og fiski, kartöfljum og rófum. Aðalefni fæðisins var
mjólk, spínat og salat og að vísu nokkur sykur. Aftur á
móti var kaffi mjög lítið notað, Ég held, að mér hafi
aldrei á æfinni þótt fæði viðkunnanlegra, og er ég þó góðu
vanur frá blautu barnsbeini. — Það er ]iví bert, að græn-
meti getur mjög komið í stað annars matar. Sé vermi-
reitur notaður, kemur það í notin um fardagaleytið. Þá
er sjálfsagt að rækta m. a. höfuðkálstegundirnar, einkum
blómkál og hvítkál. Ganga þær nærri grænmeti að holl-
ustu, en taka rófum og kartöflum fram; gulrætur, sem
eru rófnategund, eru að vísu álíka. Á bæ þeim, er ég gat