Jörð - 01.09.1932, Page 16
14
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
áðan um, náðu bæði blómkál og hvítkál óvanalegum
þroska, miðað við hvaða land sem er, og var þó ekki sáð
fyr en um mánaðamótin Apríl-Maí.
H E F IR nú verið talað um gamla, þ j óðlega nýt-
ingu ýmissa grasa utan úr óræktaðri náttúrunni og um
alþjóðlega garðrækt íslenzkri náttúru samkvæmt. Er þá
enn ótalið þriðja stóra tækifærið, sem ástæða er til að
ætla, að ísland veiti börnum sínum til þess að vera sjálf-
bjarga að því er snertir framleiðslu matar úr jurtarík-
inu. Það tækifæri var notað til forna, en lagðist niður
ásamt ýmsu öðru stórmannlegu í háttum þjóðarinnar,
þegar neyðin tók að sverfa fastar að, á síðustu tímum
kaþólskunnar. Er hér að ræða um k o r n y r k j u. Van-
trúin á land vort, er komst einna hæst, þegar rætt var
um, seint á 18. öld, að flytja alla þjóðina á Jótlandsheiðar
og öld seinna, þegar verulegur hluti af landslýðnum flúði
landið að fullu til Ameríku; vantrú þessi á landið hefir
loðað einna lengst við í því atriði, að telja óhugsandi,
að hér geti þrifist korn að gagni. Nú eru aðferðir þó stór-
um bættar frá því, er var í fornöld. Og nú á vori kreppu-
ársins 1982 má telja sannað með 9 ára samfelldum til-
raunum Klemensar Kristjánssonar, hins hyggna og harð-
snúna hugsjónamanns, að kornyrkja má teljast örugg
sem atvinnuvegur víða á íslandi. Að vísu er mér kunn-
ugt um, að sumir fræðimenn telja, að tilraunir og árang-
ur Klemensar sanni þetta alls ekki, en um það verður
væntanlega rökrætt á öðrum vettvangi innan skamms.
Bygg og hafra má rækta hér með hagnaði,
hvort heldur er til manneldis eða fóðurbætis. Jafn-
framt er fengin trygging fyrir svo að segja fullri
hollustu kornmatar þess, er þjóðin neytir, en hann
mun, upp á síðkastið a. m. k., hafa verið alveg í
lakasta lagi, að því undanteknu, að úldinn og maðkaður
hefir hann ekki verið.
E R Þ Á lokið yfirliti þessu yfir sama sem ónotaða
máttuieika lands vors til framleiðslu matvæla úr jurta-
ríkinu.