Jörð - 01.09.1932, Page 17
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
15
EIN NIG er um að ræða máttuleika til fram-
leiðslu eða nýtingu matvæla úr dýraríkinu, sem lítt eða
ekki eru notaðir enn. Þó er það miklu minna um vert
með því, að vér framleiðum miklu meira en nóg handa
sjálfum oss af mat úr dýraríkinu, sem og af hinu, að
þessi aukning yrði allt af miklu minni vöxtum en hin.
Þó er hún að nokkru leyti mikils virði vegna þess, að
meðfram er að ræða um mat, sem skarar langt fram úr
keti og fiski að hollustuefnum, þegar hæfilega er neytt.
En að sumu leyti nokkurs virði vegna aukinnar fjöl-
breytni og ódýrleilta.
Hið síðarnefnda er í ætt við fjallagrösin og sölin.
Það er að ganga út í guðsgræna náttúruna og tína í
tösku sína — taka skelfisk úr fjörunni. Hann er tal-
inn góður matur, en vér íslendingar höfum ekki kunnað
fram að þessu að neyta hans.
Ilið fyrnefnda er e g g j a f r a m 1 e i ð s 1 a. Varp-
fugla og þá einkum hænsni ætti að ala hér á landi í
miklu stærri stíl en verið hefir. Takmarkið ætti að vera:
a. m. k. 1 egg daglega til jafnaðar yfir árið á hvert
mannsbarn í landinu.
E R U þá talin upp öll helztu atriði framleiðsluaukn-
ingarinnar, sem ég hygg að komi til mála fyrst um sinn,
að því er matvæli snertir. Aðeins má bæta við til undir-
strikunar ummælum dr. Guðm. Fnnbogasonar í útvarps-
erindi hans í upphafi „íslenzku vikunnar“, að nógu lengi
sé nú dregið að rannsaka, hvort ekki megi aftur gera
liarðfisk að almennum þjóðrétti á íslandi í stað salt-
fiskjar. Frá heilsufræðislegu sjónarmiði er það mjög
'æskilegt. Þá er að drífa í því að athuga málið frá fram-
leiðslu- og viðskiftasjónarmiði. Þá er og rétt að geta þess
hér, að s k y r ætti að geta orðið enn almennari réttur í
kaupstöðum en er, — í stað erlends grautarefnis. Líka
verður að nefna það, að endurupptekning f r á f æ r n a
kemur mjög til mála og er líkleg til að auka atvinnuna í
landinu. L ý s i ð er upplagt viðmeti á ýmsan hátt.