Jörð - 01.09.1932, Side 18
1G
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
N E F N I þá að eins framleiðslu klæðnaðar úr ull og
skinnum. Verð ég fáorður um það í þessum kafla rit-
gerðarinnar. 1 seinni hlutanum ræði ég nánar, á hvern
hátt það sé framkvæmanlegt, að nota aftur, á meðan
kreppan vofir yfir, efnisframleiðslu þessa innanlands, í
stað innflutnings á erlendri iðnaðarvöru.
É G T E L mig hafa gert mér ljóst, og vona að mörg-
um öðrum landsmönnum sé það ljóst, að land vort
framleiðir eða gæti framleitt mjög verulegan hluta af
efni til fæðis og klæða framyfir það, sem hagnýtt hefir
verið upp á síðkastið. Nú þegar oss er tekið að skorta fé,
til þess að kaupa og flytja frá útlöndum svo mikla mat-
vöru og klæða, sem vér höfum verið vanir — þá liggur
beint fyrir að nota sér þessi innlendu tækifæri, sem
liggja svo laust fyrir og vafalaust má gera meira og
minna viðfeldin, sé leitað með skynsemd og nútímaþekk-
ingu að hinum beztu aðferðum, enda gengið út frá
reynziu forfeðranna.
Tvær mótbárur eru hugsanlegar. önnur, að vér get-
um ekki fellt oss við þessi innlendu föng. Hin, að þetta
sé ekki íramkvæmanlegt með fjárhagslegum hagnaði.
Um hið síðarnefnda fjallar seinni hluti ritgerðar
þessarar.
Um hið fyrra hefi ég að vísu rætt mjög í undan-
förnu erindi. Ég tek það ekki upp aftur, en vil leyfa
mér að láta í ljós það álit, að vér séum ættlerar, ef að
svo langt er frá, að vér viljum sjálfstæðis voi'S og þroslca
vegna leggja það á oss að nota meðfram þann mat, sem
forfeður vorir þökkuðu Guði fyrir, er þeír höfðu, að vér
jafnvel flýjum á ð u r en á hólminn er komið, þorum ekki
að gera tilraunina — tilraun sem m. a. hér að framan
hafa verið leidd rök að, að sé hreint og beint aðlaðandi í
sjálfu sér. Að ekki sá minnst á hvílíkt atriði manneldis-
ins hér er um að ræða, er nýtur fullrar og hraðvaxandi
viðurkenningar um öll siðuð lönd. Ilvaða framtíð skyldi
sú þjóð eiga, er ekki vildi vinna svo lítið til fyr-
ir fjárhagslegt sjálfstæði sitt, ásamt öllum þeim