Jörð - 01.09.1932, Page 19
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
17
lífsverðmætum fyrir líkama og anda, sem við efna-
legt sjálfstæði eru bundin einkalega sem félagslega!
Þann metnað vona ég, að þjóðin vor ætli sér, að
geta mætt óvenjulegum örðugleikum með óvanalega
einlægum samtökum og dálítið óvanalegum tilþrif-
um — áður en sá er einn kostur nauðugur. Látum það
vera ósk vor allra á þessu byrjanda sumri, að fardaga-
árið 1932—33, sem nú fer í hönd, megi á þessum vegum
verða annálsvert í sögu þjóðar vorrar.
II.
Sjónarmið.
í FYRRA hluta ritgerðar þessarar voru leidd að
því sterk rök, að ísland sé fært um að uppfylla þörf
þjóðar sinnar um fæði og klæði miklu betur en á hefir
verið reynt í einn mannsaldur eða svo. Nú mun ég ræða þá
hlið málsins, hvort verulegar líkur eru til, að hafa megi
af þessu stórmikinn og ómetanlegan stuðning nú þegar í
kreppunni. Að vísu hefir þegar áður verið bent á margt
af því, sem ég tók fram í fyrra erindinu, bent á það opin-
berlega í tilefni af kreppunni og að vísu nokkuð á
strjálingi. Ég tók það upp til þess, að mönnum væri hæg-
ara að átta sig á eftirfarandi röksemdaleiðslum vegna
heillegs yfirlits um efni þau, sem þær eiga að fjalla um.
Svo veitir heldur ekki af að endurtaka aftur og aftur
sannindi, sem mönnum hættir til að taka ekki svo alvar-
lega sem skyldi til að byrja með. Aðalerindi mitt til að
beiðast áheyrnar almennings er í eftirfarandi máli. Menn
hafa að vísu minnt á hinar gömlu þjóðlegu aðferðir,
menn hafa hvatt til þess að efla aðferðir, sem nú eru
notaðar, svo sem garðyrkju. Aftur á móti hefi ég saknað
mjög rökstuddra tillagna um, hversu öll þessi ágætu efni
2