Jörð - 01.09.1932, Page 21
NYTJUM LANDIÐ
19
Jtírð]
2. Koma sér niður á, hvaða ráðstafanir þurfi í því
sambandi að gera viðvíkjandi ræktun í landinu.
3. Koma sér niður á, að hve miklu leyti og á hvaða
hátt skuli endurteknir upp gamlir þjóðlegir hættir um
öflun fæðis og klæðis.
4. Koma sér niður á, hvaða ráðstafanir þurfi að
gera til innanlandsviðskifta í þessu sam’oandi.
5. Koma sér niður á hvaða ráðstafanir þurfi að
gera um utanríkisverzlun, nýjar pantanir, afturkallanir
á pöntunum, breyting frá fyrri háttum með tilliti til
þess, sem talið var upp í fyrri töluliðum.
6. Koma sér niður á, hversu hafa megi hönd í bagga
um, að enginn landsmanna sé verklaus.
Iílutverk bjargráðadeildar yrði í stuttu máli þríþætt:
rannsókn, skipulagning og ,,própaganda“.
Sný ég mér þá að því að ræða lítið eitt nánar hvert
hinna sex atriða, til þess, ef þyrfti, að ljósara yrði, að
hér sé í raun og veru um nægileg rannsóknartilefni að
ræða.
1. Þá er fyrst áætlun um, a ð h v e m i k 1 u 1 e y t i
s k u 1 i r e y n t aðbreyta h 1 u t f a 11 i n u m i 11 i
framleiðslu til útflutnings og fra m-
leiðslu til innanlandsnota. Það er náttúrlega
víðtækara mál og dýpra en svo, að í þessari ritgerð geti
verið um annað og meira að ræða en að vekja athyglina
á, að á slíkum sérkennilegum alvörutímum, sem nú eru
í viðskiftalegum efnum, þá sé það alveg nauðsynlegt, að
landsstjórnin geri sér fyrst og fremst ljósar nokkurar
almennar hugmyndir, byggðar á einbeittri rannsókn um
það, hvað æskilegast sé um hlutföll þessi eftir núverandi
atvikum; og í öðru lagi hvað líklegast sé, til að beina
framleiðslu og verzlun þjóðarinnar til hinna æskilegustu
hlutfalla. Því enginn þarf að ætla, að slíkt og þvílíkt geri
sig til neinnar hlítar sjálft af einhverri eðlisnauðsyn,
n e m a því sé beint til þess n.rð ítrustu ýtni af hinum eina
aðilja, sem hefir aðstöðu til svo víðtækra og skjótra á-
hrifa, en það er ríkisstjórnin. Hitt er annað mál, að