Jörð - 01.09.1932, Page 22
20
NYTJUM LANDIÐ
[ Jörð
ríkisstjórnin yrði að sjálfsögðu að njóta fullra samtaka
og aðstoðar af hálfu almenningsfélaga, er hafa fram-
leiðslu- og verzlunarmál með höndum, embættismanna
o. s. frv.
Rannsóknarefnið er það, hvað væri æskilegt hlut-
fall milli innflutnings og útflutnings; hversu mikið eigi
að leggja upp úr sölumöguleikum erlendis á móti fram-
leiðslu til heimaþarfa og hvaða ráðstafanir þurfi að gera
heima í stórum dráttum með tilliti til þessa; hversu mikið
tillit þarf að taka til tekna ríkissjóðs, að því er snertir
tolla; hversu mikið tillit til útlanda, sem vér höfum verið
vanir að kaupa vörur vorar frá o. s. frv. Ég tel þetta
fyrst; en í rauninni er ekki unnt að mynda sér rökstutt
álit um það fyr, en hin atriðin hafa öll verið könnuð.
Gera verður yfirlit yfir þær vörutegundir, sem
fluttar eru inn, en framleiða mætti í landinu sjálfu, og
aðgæta sem næst, hversu langt borgi sig að ganga fram í
aukinni framleiðslu til innanlandsnota nú þegar í krepp-
unni, sem ráðstöfun gegn henni. Verður það ekki vitað
nema með ítarlegri og einbeittri rannsókn á öllum hinum
einstöku atriðum.
Skal þá snúið sér að því að ræða hin einstöku atriði,
eftir því sem unnt er í þessari bráðabirgðaritgerð og
reynt að benda á helztu sjónarmiðin.
2. Ráðstafanir viðv'íkjandi ræktunar-
m á 1 u m. Ræktun sú, sem til greina kemur umfram það,
er tíðkast hefir, er einkum aukin garðyrkja og jafnvel
akuryrkja og aukin hænsnarækt.
Garðyrkja og akuryrkja þurfa báðar áburðar við,
svo sem kunnugt er. Sé ræktunin aukin á þeim sviðum,
þá er aukins áburðar þörf, — nema dregið sé úr túnrækt-
inni. Hans verður varla aflað svo, að verulegu muni þeg-
ar næsta ár, nema aukin séu áburðarkaup erlendis frá.
Samt gæti víða orðið góður munur að því, að hinir
mörgu bændur, sem hafa lélega áburðarhirðingu, geri
áburðarhús og þrær úr góðu t o r f i. Að því er snertir
aukin áburðarkaup erlendis frá til hinnar nýju ræktunar,