Jörð - 01.09.1932, Side 23
Jörð] NYTJUM LANDIÐ 21
þá líta þau í fljótu bragði út sem spor í öfuga átt; en
nánari athugun mun væntanlega sýna, að svo er í raun-
inni ekki. Þó getur víða hagað þannig til, að réttara sé
að taka eitthvað af áburði frá túnunum til hinnar nýju
ræktunar, á meðan kreppan vofir yfir; einkum þar sem
hverfa mætti aftur til útengja, sem annars yrðu ónotað-
ar. Það myndi auka atvinnuna í landinu — halda fé inn-
anlands, sem að öðrum kosti myndi tapast úr því. En
jafnvel kæmi til mála, sumstaðar a. m. k., að minnka hey-
skapinn og þar með væntanlega sauðfjáreignina. Það er
út af fyrir sig eitt af höfuðatriðunum í yfirlitsrannsókn-
inni, sem ég talaði um í 1. tölulið, þetta: hvaða áherzlu
á að leggja á framleiðslu kets til útflutnings á móti
framleiðslu jurtafæðu til heimaneyzlu. Við alla þessa
rannsókn yrði að leggja alveg einstaklega ljósa áherzlu á
að varast fordóma.
S N Ý ég þá máli mínu að g a r ð r æ k t i n n i sér-
staklega. Landsmönnum mun yfirleitt orðið ljóst, að
kartöflur má nota á víðtækari hátt en verið hefir al-
gengt fram að þessu. Með því má vitanlega spara tals-
vert af erlendum mélmat og spara að þvi leyti fé bæði
þeim, er framleiðir, og þjóðinni í utanríkisverzlun henn-
ar. Hitt er annað mál, sem áðan var á drepið, að aukin
kartöflurækt krefst aukins áburðar; og það munar um
þann áburð; því að ekki er vit í öðru en að bera vel í
kartöflugarð, og kartöflugarður er allt af nokkuð fyrir-
ferðarmikill. Þann áburð verður sem sagt annaðhvort að
taka frá túnræktinni, og er það rannsóknarefni út af
fyrir sig, hvort borgað gæti sig í 1—2 ár, eða kaupa
verður meira af dýrasta innflutta áburðinum, nítro-
phoska, en gert yrði að óauknum görðunum. Annaðhvort
minnkuð teðsla túna á meðan kreppan vofir yfir eða meiri
innflutningur tilbúins áburðar. Þriðja úrræði er ekki nema
þar, sem svo stendur á, að áburðarhirðingin verði bætt
til muna kostnaðarlítið. Aukin áburðarkaup til aukinnar
kartöfluræktar myndu þó kannské borga sig víða. Jörðin,
moldin íslenzka, sæi væntanlega um það. Og er vinnandi