Jörð - 01.09.1932, Page 24
22
NYTJUM LANDIÐ
[Jórð
vegur að reikna nokkurnveginn hlutfallstölu mismunar-
ins á því að kaupa áburð og taka frá útsæði og leggja
fram vinnu til aukinnar kartöfluræktar og hinu, að kaupa
og flytja heim erlendan mélmat, en leggja fram vinnu til
framleiðslu kannské lítt seljanlegrar útflutningsvöru. En
að jöfnum útgjöldum fyrir bóndann mun þó sjálfsagt
að taka aukna kaupavinnu (og einfaldlega bætta áburð-
arhirðingu) fram yfir allt annað, vegna atvinnuaukning-
ar í landinu; enda ættu bændur að geta greitt þau út-
gjöld að talsverðu leyti í framleiðsluvörum sjálfra sín og
verður vikið lítið eitt nánar að því seinna í ritgerðinni.
Að því er snertir það að taka upp g r æ n m e t i s-
r æ k t, er um munaði yfir allt sumarið, þá þyrfti auð-
vitað einnig til þeirrar nýyrkju áburð, sem yrði að taka á
einhvern þann hátt, sem áðan var um rætt; en þó er þess
að gæta, að hér er um mjög lítinn áburðarskamt að
ræða, með því að ekki þarf að ætla grænmetinu nema
tiltölulega litið rúm. Verður að kosta til áburðar, fræs og
garðyrkjuvinnunnar (með eða án vermireits) eða korn-
og mjölmatarkaupa þeirra og jafnvel kjötneyzlu, sem
að öðrum kosti myndi sparast og fluttningsins á að-
fluttu vörunum. Að því er snertir vinnureikninginn, þá
verður að áætla hann með tilliti til líklegs sanngildis,
t. d. vinnunnar að framleiðslu útfluttningsvöru, sem ef
til vill er lítt útgengileg eða a. m. k. í lágu verði.
Að því er snertir v e r m i r e i t i (skilyrði kálrækt-
ar/, þá eru þeir dálítið kostnaðarsamir, en kemur þó
alveg til mála frá þjóðhagslegu sjónarmiði að leggja
áherzlu á, að gerðir séu svo að segja allsstaðar. Það þarf
að leggja dagsverk í að búa til vermireiti handa meðal
lieimili, og það þarf nokkur vagnhlöss af hrossataði í
hann, en svo notast líka í hann óútgengilegur heyhroði
cg jæssháttar rusl, sem hitnað getur í. Hrossataðið er
auðvitað tekið frá annari notkun að nokkru leyti. En
aldrei munar hér miklu í áburðartapi; óvíst að hroðinn
yrði notaður jafnvel með öðru móti. Svo er nú glerið
og gluggagrindin talsverður kostnaður og gert úr inn-