Jörð - 01.09.1932, Síða 25
NYTJUM LANDIÐ
23
Jörð]
fluttu efni, svo sem kunnugt er. Gluggaumgerðina mætti
gera úr torfi1).
Ekki er ólíklegt, að allt þetta borgi sig peningalega,
hvort heldur er fyrir einstakling eða þjóðfélagið — og
er viðfangsefni, sem ástæða væri til að taka dálítið föst-
um höndum — fyrst í rannsókn og síðan í opinberri
framkvæmd, ef að rannsóknin gæfi tilefni til. Spurning-
in er, hvort borgar sig.
Mikill munur er á hollustu matarefnanna, sem þjóðin
á hér um að velja og má ætla, að einnig það geti verið
nokkurra peninga virði, svo að haldið sé sig við fjár-
málasjónarmiðin. Mér þykir líklegt, að sjálfsagt sé, að
væntanleg? bjargráðadeild beitti sér fyrir því með fullri
samkvæmni og festu að efla garðræktina á a 11 a n
hátt, h v a ð s e m ö ð r u 1 í ð u r. Jafnvel túnrækt-
in verður að láta undan, þar sem svo stendur á, að ekki
getur hvorttveggja haldið sínu að fullu. Kýrnar má að
nokkru fóðra á útheyi og jafnvel má heldur fækka fénu,
þegar svo stendur á, að um þetta tvenni
er endilega að velja. Fyrst er að sjá
f ó 1 k i n u m e ð h e i m a f r a m 1 e i ð s 1 u f y r i r
hinu bezta eldi; það er undirstöðuatriðið; því
næst að framleiða gjaldeyri til kaupa á innflutnings-
vörum.
Ég álít þá, að bjargráðadeild ætti, er til kæmi, að
setja sig í samband við öll búnaðarfélög og kvenfélög
og ungmennafélög á landinu og' hvetja þau til að beita
sér fyrir, að hvert einasta heimili innan svæðis hvers
þeirra, færi þegar á næsta vori mjög út kvíarnar með
tilliti til garðræktar og' eigi góðan aðgang' að vermi-
reit. Nánar gætur yrði svo reynt að hafa á því, að all-
ar þessar framkvæmdir gengju greitt og öruggt.
Þá þyrfti bjargráðadeild að beita sér með krafti fyr-
ir því, að k a u p s t a ð a r b ú a r ræktuðu sem flestir
l) Seinna athugað: til að byrja með er ágætt að liafa fáeina
kassa í stað vermlreits. Væri þó gott að gróðmsetja til bráða-
birgða í sólreit úr kössunum.