Jörð - 01.09.1932, Page 26
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
24 .
grænmeti og kál og gulrætur til heimanotkunar, og
yrði að hafa hönd í bagga um, að menn ættu aðgang
að ódýru eða ókeypis landi til þess, aðgang að vermi-
reitum og áburðarkaupum. Yrði bjargráðadeild að vita
vissu sína um, hve ræktun kaupstaðarbúa væri víðtæk
og um hitt hér um bil, hvað að myndi berast af inn-
lendum garðmat. Því einnig um það yrði bjargráða-
deild að gera áætlanir á undirstöðu skýrzlna, er hún
yrði að safna hvaðanæfa. Yrði hún að reyna að hafa
hönd í bagga um, að hver kaupstaður hefði nægilegt
af garðmat, frá því sjónarmiði skoðað, að minnkuð
yrði neyzla innfluttrar matvöru og jafnvel kjöts og
meira að segja fiskjar.
Þörfin á aukinni garðyrkju (að ekki sé nefnd akur-
yrkja) sést vel með því að líta á eftirfarandi tölur,
sem teknar eru úr útvarpserindi Halldórs Jónassonar í
„íslenzku vikunni“ um innfluttning til landsins: Garð-
ávextir voru fluttir inn fyrir þó milj. kr. árlega, korn- og
mjölmatur fyrir ö'/o milj. kr. Hin aukna garðyrkja
ætti í fyrsta lagi að uppfylla þá þörf, sem veldur inn-
fluttningi garðmatar. I öðru lagi mætti minnka til muna
innfluttning korn- og mjölmatar með aukinni garðyrkju.
Því þó að vér framleiðum ekki kornmat sjálfir, þá not-
um vér ef til vill hlutfallslega meira af honum en fram-
leiðsluþjóðirnar sjálfar, með því að neyzla garðmatar
er með oss svo að segja hverfandi á móti því, sem er
í öðrum siðuðum löndum. I þriðja lagi ætti garðmatur
sem sagt að koma í stað einhvers af kjötinu og fiskin-
um, sem vér neytum í fullu óhófi, heilbrigði og hreysti
þjóðarinnar til tjóns. Er því engan veginn víst, að
kjötútfluttningur vor þurfi neitt að minka, þó að fjár-
stofninn yrði aðeins færður saman, eins og annarsstað-
ar er vikið að í ritgerð þessari.
AKURYRKJA myndi varla bregðast víða hér á
landi, þegar sáð væri á bezta tíma, sem völ væri á,
og yfirleitt tekið slyndrulaust tillit til hinnar ábyggi-
legu reynzlu, sem þegar hefir unnist af 9 ára samfelld-