Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 27
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
25
um og káklausum tilraunum Klemenzar Kristjánssonar.
Jafnframt er rétt að gera sér ákveðið ljóst, að ekki er
svo, sem kostnaðinum þyrfti að vera á glæ kastað, þó
að kornið yrði ekki fullþroskað nema sumsstaðar, eðá
þó að ekki næðist að fullþurka það á akrinum fyrir
vetrarkomuna. Er það hvorttveggja, að ágætis gripa-
fóður er í því til að gefa á haustdegi, sem og hitt, að
sumsstaðar mætti kynda það, eins og Skaftfellingar
gerðu við melkomið og gera reyndar enn. En viðri vel,
þá má, eftir reynzlu Klemenzar a. m. k., gera sér von-
ir um íullþroskað bygg, þó að ekki sé sáð fyr en um
miðjan Maí. — Þá er að athuga kostnaðinn við þetta
til bráðabirgða. Kaupa þarf erlendis frá sáðkorn og
áburð, — sem þó yrði eingöngu hið ódýra Súperfosfat,
ef tekinn yrði búfjáráburður frá túni. Þegar er um að
ræða áburðarkaup, þá er þess vel að gæta, að til
muna er ódýrara að bera á akur en tún. Á tún þarí
helzt eintómt Nítrophoska, þegar ekki er notaður heima-
fenginn áburður með. Á akur þarf annarhver poki
að vera Súperfosfat, sem er lang ódýrasta áburðar-
tegundin, þegar hinn pokinn er Nítrophoska, en ekki
notaður búfjáráburður. Það er vel athugandi, hvort
ekki ætti að sleppa með öllu að kaupa erlendan áburð
til túnræktar, á meðan kreppan vofir yfir, og kaupa
í þess stað eingöngu til akuryrkju (og garðræktar). Á-
burðarkaupin yrðu þá á að gizka þriðjungi ódýrari
með álíka fóðurframleiðslu — og þó einkum þess að
gæta, að þá yrði framleitt, ef að bærilega viðraði,
korn til manneldis, sem annars yrði að kaupa utanlands
frá, — í stað þess að með kaupum erlends áburðar til
túnræktar væri verið að kosta til framleiðslu á út-
fluttningsvöru á þeim grundvelli, að nægilegt fengist
fyrir hana til innkaupa á erlendri matvöru m. a., en
sá grundvöllur er vægast sagt ótryggur, svo sem kunn-
ugt er. Enn er það kostnaður við akurgerðina, að til
hennar þarf að plægja landið og herfa. Yrði þá væntan-
kga að kaupa eitthvað af plógum og herfum til lands-
ins, en það ætti ekki að vera nema gott, þó að hent-