Jörð - 01.09.1932, Síða 28
NYTJUM LANDIÐ
[ Jörð
2G
Ugri tíma mætti að sumu leyti finna, jafnvel til þeirra
innkaupa. Enn væri ef til vill rétt að gera ráð fyrir
auknum olíuinnkaupum til dráttarvéla og þúfnabana.
Alls yrði þó kostnaðurinn af áburðarkaupum, sáðkorni,
verkfærum og benzíni e. t. v. ekkert meiri en af áburð-
arkaupunum einum til túnræktar á jafn stóru svæði.
Munurinn yrði þá fólginn í gagnsemdarmun framleiðsl-
unnar eftir ástæðum yfirstandandi árs — auk þess sem
ekki væri lítils metandi að eiga allt í einu miklu meira
land brotið, sem snúa mætti í fyrirtaks tún, hvenær
sem væri, með tiltölulega ódýru móti.
Ef að bjargráðadeild hugsaði á annað borð um
kornyrkju, þá virðist koma til mála að gera stóra,
opinbera akra við hvern kaupstað, þar sem náttúruskil-
yrði eru sæmileg. Ganga yrði og fast fram í því að
mynda almenningsálit til samtaka um neyzlu og kaup
á íslenzkum kornmat. Allt þetta yrði að byggjast á
áætlunum og skýrzlum, sem bjargráðadeild gengist fyr-
ir, að gerðar yrðu.
Þ Á E R þriðja stóratriði ræktunarmálanna, sem hér
er um að ræða. Það er ekki jarðrækt, heldur eggja-
r æ k t, alifuglahald og þá fyrst og fremst h æ n s n a.
Ilænsnahald og eggjaframleiðsla hefir svo að segja ver-
ið hveríandi hér á landi. Hænsnahald borgar sig yfir-
leitt vel, þó að margur bóndi virðist halda það búmann-
legt að bölva hænsnum. Hænsnin vinna eigendum sín-
um arð úr skauti náttúru landsins, þó að einnig þurfi
að fóðra þau. Eru þau að því leyti eins og kýrnar, og
hafa oft verið færðar sterkar líkur fyrir því, að þau
borgi sig peningalega, þó að ekki sé um sölu að ræða;
að hitt sé ekki nefnt, að hollusta eggja er lítt metandi
til peninga og þó peningavirði. Þar sem aftur á móti
er um sölumöguleika að ræða, eins og til kaupstaða,
þar á eggj aframleiðslan að geta verið góður og ör-
uggur atvinnuvegur. Bjargráðadeild ætti að beita sér
eindregið að því að greiða fyrir fólki í sveitum og
þorpum að eignast hænsni og fara vel með þau.