Jörð - 01.09.1932, Side 29
NYTJUM LANDIÐ
27
Jörð]
í öðra lagi er trúlegt, að bjargráðadeild ætti að beita
sér fyrir stofnun stórra hænsnabúa við kaupstaði.
Myndi stofnun þeirra kostnaðarminnst með sameigin-
legum innkaupum o. þ. h. Myndi þá vísast fást sér-
fræðingur í ofanálag frá landinu, sem keypt væri frá,
til þess að hafa umsjón með öllu saman, á meðan það
væri að komast á laggirnar, 1 ár eða svo. Til þess
að þetta gæti orðið, yrði að vera um opinbera forgöngu,
skipulagningu og aðgæzlu, að ræða. Að vísu er ef til
vill ekki rétt að telja það kreppuráðstöfun að auka inn-
lenda eggjaframleiðslu og -neyzlu, svo mjög sem talið
var æskilegt í fyrra erindinu, en alténd að athuga ein-
beittlega hvað gerlegt sé nú þegar og hversu koma megi
málinu í hið bezta horf sem fyrst. Með svo að segja
hverfandi neyzlu eru þó flutt egg inn til landsins ár-
lega fyrir um 150.000 kr.
I þessu sambandi mætti kannske líka aðeins minna
á það, að árlega hefir verið flutt inn smér og annað
feitmeti fyrir */> milj. króna, en ostar fyrir 150000 kr,
Lét Sigurður búnaðarmálastjóri svo um mælt í útvarps-
erindi sínu í íslenzku vikunni, að hin nýju m j ó 1 k u r-
b ú gætu leyst allan þann innl'lutning af hólmi. Þá væri
og sjálfsagt fyrir bjargráðadeild að vinna að því, að
skyr mjólkurbúanna kæmi meira í stað innflutts grautar-
efnis í kaupstöðum, en enn er orðið.
F r á f æ r u r og stíun nefni ég aðeins. Samt er þar
um efnilegt atriði að ræða frá sjónarmiðum ritgerðar
Þessarar.
Sömuleiðis liggur fyrir að athuga með áhuga og ýtni,
hvort ekki megi auka atvinnu í landinu gróðavænlega
yfirleitt með því að h e r ð a alténd þann f i s k, sem ætl-
aður er til neyzlu í landinu sjálfu, heldur en að kaupa
salt erlendis frá og flytja kannske inn á erlendum skip-
um, til þess að gera landsmönnum saltfisk.
3. E R ÞÁ komið að þriðja atriðinu, sem hér myndi
bggja fyrir sem rannsóknarefni nú þegar og væntan-
legt viðfangsefni bjargráðadeildar. Eru það ráðstaf-