Jörð - 01.09.1932, Page 31
Jörð] NYTJUM LANDIÐ 29
tíma ársins; forða þjóðfélaginu frá geysilegu ómagafram-
færi; forða þjóðfélaginu frá því að verða gróðrarstía þess
byltingarhugsunarháttar, sem ber meira skyn á að rífa
niður en að byggja upp.
I sambandi við öflun þörunga og annara grasa má
nefna skelfiskatöku, en um það fer eg ekki fleiri
orðum hér. Hún gæti sumstaðar orðið til muna.
Þ Á E R það u 11 i n og s k i n n i n. Þetta er hvort-
tveggja mjög verðlítið nú, eins og alkunna er. Hitt mun
og líka alkunnugt, síðan Halldór Jónasson flutti erindi
sitt í íslenzku vikunni, að klæðnaður, dúkar og leðurvarn-
ingur er flutt til landsins fyrir um 7 milj. króna árlega.
Langt er frá, að innlendar verksmiðjur geti leyst úr þörf-
um landsmanna um dúka, prjónles og skófatnað, þó að
þeir væru allir af vilja gerðir til að kaupa. Sveitaheimilin
gætu sjálfsagt mörg unnið meira heima til allskyns fatn-
aðar en þau gera. Bjargráðadeild myndi senda öllum
heimilum kveðju Guðs og sína og skora á þau að draga
sig ekki í hlé um þetta. Hitt er þó vitanlegt, að víða er
mannfæð í sveitum svo mikil, að mikið vantar á, að þær
geti unnið sér sjálfar allan fatnað úr ull og skinnum.
Fólkið, sem áður fyr gerði heimilum þessum fært að vera
sér sjálfum nóg í þessu tilliti, það er nú i kaupstöðunum
— meira og minna atvinnulaust. Bjargráðadeild ætti nú
að setja það aftur í þess fyrri vinnu: taka við ull og
skinnum úr sveitunum eftir því, sem þarfir þeirra eru,
og fá kaupstaðarfólki þessu til að vinna úr efninu ofna
dúka, band, prjónles, skó og skinnsokka. Bjargráðadeild
sæi um alla nauðsynlega skipulagningu þessa á sem kostn-
aðarminnstan hátt. 0g ríkið ætti ekki að þurfa að kaupa
neitt eða borga. Þetta nýja handiðnarfólk kaupstaðanna
ynni í ákvæðisvinnu, sem væri sanngjarnlega metin í upp-
hafi. Varan yrði flokkuð í tvo verðflokka eftir vandvirkni.
Sveitafólkið gæti að einhverju, ef ekki öllu, leyti borgað
verkið með ull og skinnum, sem handiðnarfólkið svo ynni
úr og ýmist notaði sjálft eða seldi öðru kaupstaðarfólki
með aðstoð bjargráðadeildar. Þannig væri ull og