Jörð - 01.09.1932, Side 32
30
NYTJUM LANDIÐ
f Jörð
skinnum sveitanna að verulegu leyti
komið í fullt verð, og stórmikil bót ráð-
in á atvinnuskorti í kaupstöðum í áfram-
haldi af því, sem áður hefir verið lýst.
í þessu sambandi þykir mér rétt að benda á, að jafn-
kunnugur maður sem Halldóra Bjarnadóttir hefir komizt
að álíka skoðun á þessu máli. I útvarpserindi sínu í ís-
lenzku vikunni, tók hún það fram, að í kaupstöðum sé
íjöldi af innfluttu sveitafólki, er flutt hafi með sér tó-
vinnutæki sín. Sagði hún, að mörg heimili hefðu þegar
sýnt vilja á að taka að sér tóvinnu fyrir aðra. Taldi hún,
að líkt fyrirkomulag og hér hefir verið stungið upp á, sé
þegar notað með Norðmönnum og Svíum.
4. VÖRUSKIFTAVERZLUNIN innanlands
er yfirleitt eitt af hinum stóru og sjálfsögðu viðfangs-
efnum bjargráðadeildar. Til hennar ættu að berast allar
skýrslur um, hvað menn hefðu aflögu og hvað menn van-
hagaði um, til þess að hún greiddi fyrir öllum þessháttar
innanlandsviðskiftum. En væntanlega myndi hún eiga
kost á samvinnu almenningsfélaga, fyrst og fremst S. í.
S., ýmissa einstaklinga o. s. frv.
Bjargráðanefnd myndi t. d. væntanlega vekja upp
suma gamla þjóðlega vöruskiftaverzlun, einkum milli
sjávar og sveita, svo sem harðfisk og söl gegn sméri, keti,
ull og skinnum. Enn er eftií'farandi til dæmis um, h.versu
ýmislega haganleg skifti ættu að geta farið fram, þegar
um sameiginlega yfirumsjón bjargráðadeildar með sam-
vinnu S. 1. S. o. fl. væri að ræða: Reykvískur kaupamaður
vinnur norður í Húnavatnssýslu og fær borgað í keti o.
þ. h. Ketið fær hann samt ekki hjá bóndanum húnvetnska,
heldur frá borgfirskum bónda; sá béndi á þá samsvarandi
hlut í útflutningsketi húnvetnska bóndans. Hugmyndin
sést af dæmi þessu, hvað sem um það má segja að öðru
leyti.
Ég álít að landaura a ð f e r ð i n gamla í innan-
landsviðskiptum eigi að endurrísa. Þar eð landið er, að
því er snertir fæði og klæði og jafnvel byggingarefni, að