Jörð - 01.09.1932, Side 34
32
NYTJUM LANDIÐ
[JÖL'ð
endur og vinnuseljendur stæðu í sambandi við. Væri þá
t. d. tekið fyrir, að menn þyrptust „á mölina“ til þess
eins að ,,drýgja“ hinn þunna mjöð „eyrarkarla“. „Eyrar-
v.innan“ yrði þá nokkurs konar föst vinna.
Líka er það þess vert, að því sé gefinn ákveðinn
gaumur, að með þessu yrði bústofni bænda haldið fyllilega
við á hagkvæman hátt, í stað þess að gera má ráð fyrir,
að hann minnki, ef að bændur spara mjög við sig kaupa-
fólk. Og er rétt að taka eftir þessu í sambandi við það,
sem sagt hefir verið um samanfærslu bústofns fyr í rit-
gerð þessari.
Að því er snertir að útvega atvinnu þeim, er hana
kynni að skorta þrátt fyrir framangreindar ráðstafanir,
þá virðist mér koma til greina að ýta ákveðið undir, að
flytja sumt inn í landið óunnið, sem annars væri flutt
inn unnið, svo sem efni í tunnur og húsgögn; er sá sér-
staki liður metinn á 1—2 milj. í tilbúnum munum. Þeir,
sem ekki vildu nýta hinn innlenda iðnað, sem kannske
yrði á sumum sviðum eftirbátur hins erlenda, þeir væru
mátulegir til að borga tvöfalt, þrefalt, fimmfalt, tífalt í
tollum á móti því, sem nú gerist.
M E Ð framangreindu móti yrði atvinnuleysi útrýmt
þegar á fardagaárinu 1932—33. Þessi þráða úrlausn feng-
ist með hinu allraeinfaldasta móti: með því að nota fram-
leiðslumátt landsins á einfaldasta hátt, á gamla þjóðlega
vísu eftir nútímaástæðum og á alþjóðlega vísu líka eftir
íslenzkum ástæðum; með því að nota sér gjafir náttúru
landsins í stað þess, að láta nokkurar þeirra lítt eða ekki
þegnar; með því að hætta að reyna hið óheillavænlega:
að kaupa utanlands frá það, sem við getum fengið innan-
lands með því að nota það fólk, sem annars er atvinnu-
laust. Með því að nota það fólk, sem nú er atvinnulaust, þá
einmitt notast bezt framleiðsla þeirra sem atvinnu hafa
si undað í sveitum landsins; notast til fulls mikið af þeirri
framleiðslu, sem að öðrum kosti er hætt við að fari fyrir
lítið. Með þessu móti þurfum vér ekki að knékrjúpa út-
lendingum, heldur erum fyllilega sjálfbjarga. Og þó að