Jörð - 01.09.1932, Síða 35
JÖl'ð]
NYTJUM LANDIÐ
33
vér kannske verðum vegna fjölbreyttari framleiðslu að
minnka nokkuð sauðfjáreignina, þá ætti einmitt það að
geta orðið til þess, að vér stæðum þeim mun betur að
vígi gagnvart útlandinu í viðskiftunum næsta vetur
vegna meiri útflutnings, þó að verðlítill sé.
Ætli sé munur að hafa fólkið vinn-
andi, til þess að bæta þannig aðstöðu gervallrar þjóðar-
innar gagnyart útlandinu, o g h i n u að verða að fæða
1000—8000 vinnufærra manna og börn þeirra; fæða allt
þetta fólk og klæða án nokkurs endurgjalds neins staðar
frá til þjóðfélagsins; fæða það af framleiðslu, sem væri
í núverandi óhagstæða gengi eða því sem næst; „fæða“
það undir mannskemmdum og hraðvaxandi ófriðarhug
vegna skorts og iðjuleysis. Ráðið við kreppunni, ráðið
óyggjandi, er að setja allar hendur í landinu til starfa —
til þeirrar vinnu, sem liggur eðlilega fyrir og borgar sig
þegar og kallar með eðlisnauðsyn á hendurnar einmitt
til sín; kallar á þjóðina til að nytja hálfvelgj ulaust sitt
eigið land, þegar hún getur ekki fengið frá öðrum það,
sem hún þarf með, nema með því að veikja öryggi sjálf-
stæðis síns og gerast kannske hálfgerðyr bónbjarga-
maður. Iíeill mun fylgja heilhuga, hleypidómalausri, hug-
umstórri sjálfsbjargarviðleitni. En heilhuga sjálfbjargar-
viðleitni í hinum yfirgripsmiklu nauðsynjamálum, sem nú
knýja á dyr íslenzku þjóðarinnar, virðist mér óframkvæm-
anleg, nema ríkisvaldið sjálft gangi með lífi og sál í málið
á hinn svo að segja kostnaðar- og áhættulausa hátt, sem
hér hefir verið gert lauslegt uppkast að. Heill myndi fylgja
bjargráðadeild, er sprottin væri upp af heilhuga sjálfs-
bjargarviðleitni.
Ritað um sumarmál 1932.
Þegn.
UNDANFARANDI ritgerð liefði væntanlega náð bet-
ur tilgangi sínum, liefði hún bi’rzt fyr í sumar cða helzt
snemma í vor, er lcið. Höfundurinn reyndi og þá að koma
honni á framfæri við málsmetandi menn; en þeir, er hann sneri
sér til, máttu elcki vera að því að kynna sér hana.
3