Jörð - 01.09.1932, Page 36
34
BENDINGAR
[ Jörð
Bendingar
um spínat, salat o. s. fry.
^ P I N A T I má sá miklu þéttar en rófum, en þarf þá
s að grisja (og matbúa) nokkuð, úr því að 6 vikur eru
liðnar frá sáningu. Úr því að 8 vikur eru liðnar, ætti
að vera fullgrisjað og eru reitt af hverju grasi aítur
og aftur stærri blöðin. Ekki er annað af spínatinu not-
að en blöðin. Rétt að sá 3—4 sinnum til spínats yfir
sumarið. Ágætt að nota svolítið af saltpétri, en heima-
áburður sé stunginn niður í desið haustinu áður.
Spínatblöðin eru þvegin og söxuð svo að vel fari í
skeið. Matreidd á ýmsan hátt með kéti, fiski og eggjum.
Bezta morgunhressingin er spínatmjólk. Mjólkin
er soðin með spínatinu og eilítilli ögn af sykri. Til við-
hafnar má bæta ósoðnum rjóma og jafnvel smérögn í.
Spínatið er auðugast allra grasa af fjörefnum og
steinefnum; einkum skarar það fram úr járni.
SALAT er með tvennu móti: Höfuðsalat og blað-
salat. Rétt að sá því í raðir og hafa þétt í röðunum,
10 cm. milli blaðsalatraða og 20 cm. milli höfuðsalatraða.
Grisja höfuðsalatið eftir þörfum og neyta náttúrlega
jafnóðum. Blaðsalat er blaðað eins og spínat. Heima-
áburður að hausti, en tilbúinn áburður að vori. Vökva
vel í þurkum.
Matreiðsla: Blöðin þvegin og söxuð eins og spínat.
Notað hrátt með súrum rjóma, eða rjóma og sýru,
eða súrum áí'um, eða súru skyri hrærðu með mjólk,
allt með sykri eftir ástæðum Með rjóma er salatið keirn-
líkt bláberjum með sykri og rjóma.
Salat gengur einna næst spínati að hollustu. Og þar
eð það er notað hrátt, tekur það spinati fram að því
er snertir fjörefnið C, sem þolir helzt enga suðu.
Hvergi á hnettinum þekkist heilnæmari