Jörð - 01.09.1932, Side 38
3G
I GAMLA DAGA
[Jörð
>r
I g*amla daga.
V.
Jökulsá í Lóni1)*
Eftir sr. Ó 1 a f S t e p h e n s e n, præp. hon.
eru þrjár, jökulsámar hér í Skaftafellssýslum.
Jökulsá á Sólheimasandi hefir til skamms tíma
varið innreið í Vestur-sýsluna, að minnsta kosti með
köflum má segja. En nú er hún brúuð og hætt að hindra
ferðir manna. Jökulsá á Breiðamerkursandi er þeirra
mest og situr eins og tröllkona í miðri sýslunni. Ófær
ríðandi mönnum má hún heita mest allt sumarið og
myndi því banna samgöngur með öllu þann tíma, ef
ekki væri hægt að fara fyrir ofan upptök hennar ,,á
jökli“ sem kallað er. Er sá jökulvegur harla misjafn,
stundum stuttur, stundum langur, allt upp í 3—4 tíma,
eftir því hve sprunginn jökullinn er og hve lángt þarf
að krækja fyrir gjárnar. Æði er vegur sá misjafn og
oft stórhættulegur, þó að farinn sé. Stök mildi, að ekki
hefir orðið oftar að slysi, bæði á mönnum og skepnum,
en orðið hefir. Minnisstætt mun öllum núlifandi mönn-
um póstslysið síðasta.
Jökulsá í Lóni er í miðjum austasta hreppi sýsl-
unnar. Hún er þeirra minnst, hvað vatnsmagn snert-
ir; er hennar því sízt getið, en þó má segja, að hún
geri þeirra allra mest tjón. Kenjótt getur hún verið
og ill yfirferðar, bæði af vatni og bleytu. Þó að hún liggi
stundum „niðri í sandi“ og væti varla kvið, er hún
fljót að „græða sig“ og getur þá verið ófær og illfær
x) Að vísu eru ekki nema 11 ár síðan atburður sá gerðist,
sem hér er skýrt frá. En í sumum lilutum landsins eru
„gömlu dagarnir" enn við líði, að segja má. Fyrir því á saga
þessi heima hérna.