Jörð - 01.09.1932, Side 39
Jörð]
I GAMLA DAGA
37
í fleiri daga. Kom það fyrir eitt haust ekki alls fyrir
löngu, að ekki varð rekið sláturfé úr Austur-Lóni yfir
hana til kaupstaðar í þrjár vikur. Hún er óþrifakind
í miðri sveit og búin að eyða miklu af því litla gras-
lendi, sem er í Lóni. Á lengd mun hún vera mili 40 og
50 km. milli fjalls og fjöru; 5 km. er hún á breidd
þegar hún er í vexti og er þá stundum engin eyri
upp úr á öllu því svæði. Svalksamt hefir því oft verið
yfir hana, bæði sumar og vetur. Tíu ár hefir hún nú
verið á anexíuleið minni, svo ég er nokkuð farinn að
þekkja hana1). Vegna þess að ég veit ekki til, að neinn
innan sveitar í Lóni ætli að skrifa neitt um ferðir sín-
ar yfir hana, þá langar mig til, þar sem ég mun vera
að fara héðan, að sýna henni, í eftirmælaskyni, þá
„ræktarsemi“, að segja frá einni ferð minni, af mörgum,
yfir hana.
ÞAÐ var haustið 1921, í miðjum nóvember, að
ég þurfti að fara að Stafaíelli til að jarðsyngja mann
frá bæ nokkrum austan Jökulsár. Gengið höfðu frost
og hreinviðri og voru öll vötn komin á ís og þar á
meðal Jökulsá. Fór ég degi fyrir jarðarförina upp að
Volaseli og var einn. Gisti ég í Volaseli, því Jón hrepp-
stjóri Eiríksson ætlaði austur yfir til jarðarfararinn-
ar daginn eftir. Um nóttina gekk í aftaka rigningu
og leysti snjó í fjöllum; varð mér illa við, er hrepp-
stjóri sagði mér um morguninn, að Jökulsá væri komin
heim á tún og ekkert myndi verða af jarðarför næstu
þrjá dagana, ])ví hún væri farin að sprengja af sér ís-
inn. Eftir hádegi legg ég af stað heim, þó að vont væri
veður; því undanhald var. Morguninn eftir var komin
uppstytta og lítið frost. Símar bóndinn á bænum þá
til mín frá Byggðarholti og segist hafa frétt, að ég
sé heim kominn; væri það ver, því nú lægi Jökulsá
„niðri í sandi“. Sagði ég honum ummæli hreppstjóra
og þar með, að áin lægi nú öll með vesturlandinu svo
x\ Skrifað 1931.