Jörð - 01.09.1932, Page 42
40
í GAMLA DAGA
[Jörð
frá, enda segir Jón hreppstjóri það aðra verstu ferð
sína á æfinni yfir hana.
VI.
Sendiferð.
Eftir E r 1 i n g F i 1 i p u s s o n.
J) E G A R ég var í Kálfafellskoti í Fljótshverfi hjá
foreldrum mínum og var tólf ára, fékk maður á
næsta bæ mig til að fara með bréf út að Skál á Síðu.
Þetta var að vetrarlagi. Vötnin voru auð og lítil,
snjólaust en frosin jörð. Fór ég að morgni að heiman og
kom hvergi fyr en að Hörgslandi. Þar fór ég hvorki fyrir
ofan garð né neðan þegar 'ég var á ferðinni.
Helgi á Ilörgslandi, sem sagður var sonur síra Páls
í Múla, var jafnaldri minn og mesti vinur, sem ég átti á
Síðu á þeim dögum. Myndi hann hafa verið kallaður
undrabarn, ef það hefði þá verið venja um börn, sem
þóttu skara fram úr.
Hinar fjölbreyttu gáfur hans hlaut hver maður að
verða var við, sem nokkur kynni hafði af honum. Komu
þær fram bæði í orði og verki. Hann sýndi mér nú í
flýti það helzta er hann hafði nýlega smíðað, og svo ýmsa
uppdrætti og myndir, sem hann hafði gert, og allt bar
vott um næma fegurðartilfinningu og listfengi.
Ég var í áríðandi ferðalagi og mátti nú ekki njóta
samverunnar með Ileiga nema litla stund. Ekki vildi hann
láta mig fara án þess að ég fengi eitthvað gott. Fór hann
þá með mig út í eldhús. Þar var Kolfinna, sem kölluð var
amma hans, en var móðir Magnúsar hreppstjóra, og eld-
aði graut. Jós hún úr pottinum í ask, sem hún svo fékk
okkur og sinn spóninn hvorum. Settumst við nú hvor á
móti öðrum á eldhúsþröskuldinn, höfðum askinn á milli
okkar og borðuðum með ánægju og mösuðum. Að því