Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 43
I GAMLA DAGA
41
Jörð]
ioknu fylgdi hann mér á leið og fór ég að Holti um kvöld-
ið og var þar um nóttina.
Um morguninn þegar ég kom út, lá dúnmjúk mjöll
yfir allt, svo langt sem auga eygir. Ilafði driíið í logni
um nóttina og var snjórinn mér í hné. Logn var enn
og heiðríkt loft. Var mér þá boðið að verða samferða
sauðasmalanum, sem fór inn í dal að gæta þeirra. Þegar
við vorum komnir nokkuð inn i dalinn, sýnir hann mér
hvar ég eigi að fara yfir Skálarfjall til að vera viss að
hitta bæinn að Skál, sem stendur niður við Skaftá, hinu-
megin við fjallið. Frostið var mikið, skórnir harðfrosnir
að fótunum og marraði í snjónum. Ég flýtti mér nú upp
brekkuna, og þegar ég var að komast alla leið upp, rauk
á í einum svip ofsa norðanveður. Tók ég vel eftir hvern-
ig veðrið stóð á mig og hélt því réttri stefnu, en bylurinn
var svo dimmur, að ekki sá handa skil. Ég beitti stöng-
inni fyrir mig, svo að mig hrekti ekki undan veðrinu, en
það þótti mér verst, að ég varð alltaf að vera að rífa frá
augunum á mér svo að ekki frysi fyrir þau. Nú var snjór-
inn á fjallinu mest allur orðinn í loftinu, en minni
á jörðunni, og fór ég því af og til að sjá götubala
á börðum. Jók það mér hug að sjá að ég var þó á réttri
leið. Þegar fór að halla undan fæti ofan fjallið var snjór-
inn í sköflum í giljum og lautum en rifið af á milli. Ilent-
ist ég þá áfram í ákafa, og sá þá snöggvast til Skaftár
og jafnframt skyggja í einhverja þúst skammt vestar en
ég var, niður undir ánni. Gizka ég á, að það sé bærinn,
en hann hverfur þó strax aftur.
Breytti ég nú stefnu og held í áttina, sem ég sá
þústina. Kem ég þá út í mikinn skafl, sem ég öslaði yf-
ir, en stíg nú fyrir ofurborð og hendist þama ofan í
djúpt gil; en þegar ég kom þar niður, var þar maður
að sækja vatn; var það bóndinn í Skál, Kjartan Ólafsson
frá Höfðabrekku. Tók hann fyrst rokna kipp þegar ég
hentist niður að vökinni til iians, en hann var fljótur að
átta sig og hefði víst helst víljað bera mig heim hefði
hann ekki orðið að fara með skjólurnar. Sat ég þar í
sóma og yfirlæti við hinar ágætustu viðtökur það sem