Jörð - 01.09.1932, Page 45
Jörð]
I GAMLA DAGA
4J
Smíðuðu þá Skaftfellingar klifbéra á hann. Vigtuðu þrir
bagga Hálfdánar og var hann nítján fjórðungar. Laggði
hann svo með byrði sína á Skeiðarársand, og er hann
kom út í Fljótshverfi, dáðist hann að útsjón og hagleik
Skaftfellinga. Skaufarnir hefðu ekki komið við sig eft-
ir að hann fekk þennan afbragðs umbúnað.
(Eftir sögn föður míns).
o-
Bliudravinafélag íslunds sendi út í vetur, er leið, eftir-
farandi opið bréf:
Blindravinafélag' Islands, sem stofnað var i Reykjavik 24. jan.
þ. cá., liefír þann tilgang, að leitast við á sern flestan hátt að hjálpa
og hlynna að blindum mönnum hér á landi, ungum og gömlum.
Arið 1930 voru hér alls 364 blindir menn, þar af 6 börn á nldrinum
1—13 ára. Kru hlutfallslega fleiri blindir hjá oss en i nokkru öðru
landi í Evrópu.
Vonum vér að þér viljið lilynna að félagsskap þessum, með þvi
að gerast félagi og fá aðra til að ganga i félagið.
Lægsta félagsgjald er kr. 2,00, en lægsta gjald rofifélaga kr. 30.00
Gerið svo vel, að senda áskriftalista og félagsgjöld til gjaldkera fé
lagsins, Málleysingjaskóianum Laugaxeg, Reykjavik.
Reykjavík 27. janúar 1932
Virðingaríyllst
I stjórn félagsins
Sigurður P. Sivertsen, prófessor, Sólvallagötu 6, formaður. Margrét
M. Th. Rasmus, forstöðukona Mállej'singjaskólans, gjaldkeri. Halldóra
Bjarnadóttir, kenslukona, Háteigi, ritari. Sigurður Thorlacius, slcóla-
stjóri Nýja Barnaskólans, ritari. Þorsteinn Bjarnason, iðnaðarmaður,
Körfugerðin, framkvæmdarsljóri.
Kirkjuvinir! Styðjið kirkjulíiið í landinu með jiví m. a.
að kanpa Prestafélagsritið.
og leitast við að útvega þvi kaupendur og aðra lesendur.
Það hefir áunnið sér rótgróna tiltrú fyrir áhuga, vandvirkni, viðsýni
og alþýðleik. — Oss virðist ekki vanzalaust fyrir heila söfnuði að
eiga ekkert eintak í fórum sinum.