Jörð - 01.09.1932, Side 53
Jörð]
INDLAND OG INDVERJAR
51
En næsta árþúsundið á undan höfðu H i n d ú a r næði
fyrir utanaðkomandi óvinum til að festa til fulls rætur
í norður- og miðhluta landsins, sem feður þeirra höfðu
brotist inn í á næsta árþúsundinu þar á undan — á sama
hátt og’ Skyþar, Persar, Makedóníumenn, Parþar, Húnar,
Afganar, Mongólar, Tyrkir; aðeins í ennþá miklu fleiri
herhlaupum. Voru þeir þá, að því er haldið er, á tiltölu-
lega skömmum tíma komnir frá Mið-Evrópu, enda föður-
bræður, ef svo má segja, núverandi Norðurálfumanna.
Þegar þessir hvítu menn brutust inn í Indland, líkt
og hvert Kötluhlaupið af öðru, var þétt mótstaða fyrir
af hendi þeirra, er þá réðu ríkjum í gervöllu landinu,
D r a v í d a. En hvert héraðið af öðru gekk hinum
,,svörtu“ mönnum úr greipum og var þeim loks að fullu
útrýmt, nema af Dekan, þar sem ríki þeirra hefir haldist.
Þangað munu og margir Dravídanna hafa hörfað úr hin-
um norðlægari landshlutum, er óvinirnir löggðu undir
sig. En útlit núverandi Hindúa ber þess merki, að ekki
muni þeir af hreinu norrænu kyni; þeir hafa blandað blóði
við fólkið, er þeir þannig útrýmdu með góðu sem illu
innan ríkis síns, en sumpart breyttu til sinnar myndar
innan þess eigin vébanda. En nærri má geta, hvort gagn-
áhrif Dravída á sigurvegarana hafi ekki orðið önnur og
meiri en þau, að breyta, ásamt með náttúru landsins,
útliti afkomenda hins norræna stofns. Liggur nærri að
ætla, að svipur og smekkur menningar og trúarbragða
Indverja, sem umfram allt auðkennist af nokkurskonar
ofurmagni frjósemdar, óhemjulegri mergð, krabbameins-
kenndu vaxtarmagni, eigi meðfram orsök sína í því eðli,
er framleiddist við ýmislega sameiningu hinna tveggja
fjarskyldu þjóðstofna.
Á HI N U langa tímabili, 2000 árum eða svo, sem
Forn-Hindúar höfðu ekki, svo að vitanlegt sé, við aðra
féndur að fást en Dravída, — sem svo smám saman urðu
trúbræður þeirra og menningar mágar þeirra og mæður!
— skapaðist sem sagt Hindúaþjóðflokkurinn; Brahman-
trúarbrögðin fullm-ynduðust ásamt hinum stórkostlegu
4*