Jörð - 01.09.1932, Page 54
52
INDLAND OG INDVERJAR
[Jörð
helgiritum, ásamt með prestadálætinu og stéttaskifting-
unni margbrotnu og rígskorðuðu. Verður nú Ganges-
sléttan aðal aðsetur hinnar indversku menningar, og þar
sprettur eðlilega upp hið stóra andkast gegn óbærilegum
öfgum Brahman-trúarbragðanna og þjóðlífinu, sem af
þeim leiddi. Gautama1), maður af aðalsætt, er seinna
var nefndur Búddha, varð öðrum fremur til að vekja það,
um 500 árum f. Kr. b.
Árið 326 f. Kr. laggði Alexander mikli undir
ríki sitt vestasta hluta Indlands, en hans naut mjög
skammt við, svo sem kunnugt er. Landið gekk þá svo að
segja jafn skjótt undan ríkinu, enda urðu áhrif hellenskr-
ar menningar á Indlandi í flestu tilliti endaslepp. Varan-
leg, en þó mjög takmörkuð, hafa þau orðið í byggingar-
list og höggmyndalist. Og ekki er ólíklegt, að gætt hafi
áhrifa af hinu skammvinna veldi Makedóníumanna, er
svo að segja gervallt Hindostan sameinast nú í fyrsta
sinn, svo að vitað sé, í eitt ríki. Og eru þá liðin árþús-
undin tvö, er hin brahmanskn menning hafði ti! að ná
fullþroska þeim, er vel mætti ofvöxtur nefnast.
BÚDDHAIIYGGJAN tók nú að vinna óðum á,
og gætir áhrifa hennar mjög í tæpt árþúsund í kringum
Krists burð. Er þá og blómaöld lndlands í ýmsu
tilliti. Voldug, þjóðleg ríki, er ná yfir mestan hluta Hind-
ostans og jafnvel stundum suður í Dekan, rísa alls þrisvar
upp. Er hið fyrsta við líði í 4 aldir, hið annað í tæpar 2
aldir og hið þriðja í mannsaldur. Meðfram í skjóli hinna
þjóðlegu stórkonunga, sem að austrænum hætti voru
þannig settir, að þeir höfðu mikil ráð á flestum sviðum,
nær nú bókmenntaleg og önnur listræn menning Indlands
ýmsum af hinum liæstu tindum sínum, en atvinnuvegir
blómguðust, enda var þá fróðafriðar í landi. Safnaði þá
almúginn auðæfum þeim, sem konungar og prestar
(brahmanar) notuðu að nokkru til að láta höggva, með
*) Frb. Gátama.