Jörð - 01.09.1932, Side 55
Jörð] INDLAND OG INDVERJAR 53
undursamlegTÍ nákvæmni, stórkostleg musteri í kletta; og
verða þau væntanlega óhaggandi enn um langan aldur.
En á þessum þjóðlega blómatíma ganga tvisvar yfir
biksvört „útsynnings“ský, fyrirboðar þeirrar dimmu, sem
nú hin síðustu 1000 ár hefir grúft yfir landinu.
OFBELDISST JÓRN útlendinga. Þó eru
það ekki aðrir en Englendingar, sem hafa, svo að teljandi
sé, stjórnað Indlandi úr öðru landi. Hinir hafa fluzt inn í
landið sem víkingaþjóðir og drottnað hver um hríð, sem
tiltölulega fámennar yfirstéttir. Frá aldamótunum 1000
og fram á 18. öld hafa m ú h a m m e ð s t r ú a r m e n n,
upprunalega innrásarþjóðir, er hver tók við af annari, er
hinar fyrri ílendust, barizt heiftarlega við Ilindúa um
völdin í norður- og miðhluta landsins — og yfirleitt ráðið
ríkjum. Hafa landsmenn af þessu orðið að þola hinar
þyngstu búsifjai' lengstum, þó að stundum hafi um
skemmri tíma ríkt ár og friður vegna ágætra stjórnenda.
Og er A k b a r soldán, sem skrifað var um í „Iðunni“
fyrir ekki mörgum árum, talinn ágætastur þeirra allra
og með fremstu þjóðhöfðingjum, er sögur fara af.
Nú hafa Englendingar ráðið landinu í meira en VA öld.
Á Ö L L U M þessum tíma síðan síðasta þjóðlega
stórveldið leið, hefir mikil breyting orðið á í andlegu lífi
og þjóðfélagsháttum; en þó að engu rofið samhengið við
fortíðina. Búddhahyggjunni hefir verið svo að segja út-
rýmt úr landinu. Brahmantrúarbrögðin eru fyrir löngu
aftur orðin í fullu veldi, sem yfir öllu gín, nærri því að
segja — og er með því engan veginn meiningin að neita
hinu bezta innan vébanda þeirra um lotningarfulla viður-
kenningu. Þar er nefnilega að vissu leyti um „rúmgóða
þjóðkirkju“ að ræða, svo um munar, þar sem svo að segja
öllu ægir saman. „Veldur hver á heldur“.
Trúarbrögð þessi hin endurbornu eru nú að ýmsu
leyti önnur en þau voru 1 fornöld, þó að helgar bækur séu
yfirleitt hinar sömu. Eru þau og nú oftast nefnd öðru
nafni, sem sé H i n d ú a t r ú a r b r ö g ð, svo sem tekið