Jörð - 01.09.1932, Síða 58
56
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
Vér höfum verið kallaðir menn, sem með óréttu
skifta sér af málum annara þjóða, trúarsalar í Aust-
löndum, meinloku prestar, sem ferðast yfir höf og lönd,
til þess að afla eins einasta trúskiftings. Á hinn bóginn
er oss borið það á brýn, að vér ljáum útrás fyrir óheil-
brigða tilfinningu um yfirburði hins hvíta kynflokks, þeg-
ar vér förum til ókunnra þjóða, til þess að hjálpa þeim
og þjóna þeim; það er sagt, að vér séum fulltrúar hinnar
vinsamlegu hliðar yfirdrottnunarstefnunnar, — vér för-
um á undan og opnum dyrnar með skólum vorum og
spítölum og mannúðarstarfsemi; svo komi yfirdrottnunar-
stefnan á eftir og uppskeri í nafni stórveldanna ávextina;
eðaaðauðvaldiðhöndlioghagnýti sér bætta aðstöðu jafn-
óðum og ótrauðir trúboðar skapa hana. Ennfremur er
sagt, að það sé nokkuð mikil andleg ósvífni falin í því,
að koma og boða trú hjá þjóð, sem hefir gefið mannkyn-
inu aðra eins menn og Gandhí og Tagóre. Og loks er oss
skýrt frá því, að trúboðshreyfingin öll yfirleitt sé mis-
skilningur, þar eð seinasta skipun Jesú um að fara út um
allan heim og prédika fagnaðarboðskapinn, sé seinni tíma
innskot, eins og fullyrt er af ókristnum rannsakendum;
það sé þannig hugmynd, sem hafi orðið til fyrir misskiln-
ing, sem liggi til grundvallar fyrir öllu kristniboði.
Þessar mótbárur gegn kristniboði eru alvarlegar og
vér verðum að svara þeim hreinskilnislega og vandlega.
Ef að trúboðsstarfið yfirleitt á að eiga kærleika kristinna
safnaða í framtíðinni, verðum vér að vera vissir um það,
að vér störfum að fyrirtæki, sem styðst engu síður við
rökrétta hugsun en djúpar tilfinningar. Því að það, sem
getur ekki átt öfluga stoð í hugsuninni, mun heldur ekki
geta snortið hjörtu manna til langframa. Þar að auki er
þess ekki að dyljast, að sé Kristindómurinn ekki þess
verður að flytjast til annara,þá er hann heldur ekki verð-
ur þess, að vera trú vor framvegis. Ef vér ekki getum
veitt öðrum hluttöku í honum, þá getum vér ekki frem-
ur varðveitt hann oss sjálfum til handa.
Ýmis þau trúboðsrök, sem gildi höfðu fyr á tímum,
eru ekki haldkvæm nú á dögum. í þá daga, er ég gerðist