Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 59
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 57
sjálfboðaliði trúboðsins, var ríkjandi hugsunin sú, að
breiður foss mannsálna væri að steypast niður í glötunar-
djúp og að oss bæri skylda til að reyna að bjarga svo
mörgum, sem unnt væri. Hvort sem það er að réttu eða
röngu, þá ríkir þessi hugmynd ekki lengur sem rök til
ytra trúboðs. Þá nær sú tilfinning yfirhönd við lok hinn-
ar rniklu styrjaldar, að lýðræðið sé það allsherjarmeðal,
sem muni reynast allra meina bót; og að Ameríka, sem
sé lýðræðishugsjónin holdguð, eigi að láta lýðræðið, gagn-
sýrt kristindóminum, breiðast út um allan heim. En nú
er oss orðið það ljóst, að lýðræðið, svo ágætt sem það nú
er, er ekkert alsherj armeðal gegn sjúkdómum heimsins,
og að lamandi böl getur blómgast skelfilega engu síður í
lýðveldislandi en landi, þar sem er einveldi. Djúphugull
hindúi sagði, að loknum lestri bókarinnar M o d e r n
Democracies1) eftir Bryce-) : „Þegar allt kemur til
alls,er lýðræðið aðeins hugsjón,og sú hugsjón mun aldrei
rætast, fyr en Guðsríki kemur á Jörðu, eins og það er á
Himni“. Vér verðum að leita dýpra en til lýðræðisins.
Svo var um skeið sá tími, er vér áliturn að vér vær-
um þarna í Austurlöndum til þess, að gjöra þau yfirleitt
vestræn. Mér er enn í fersku minni fyrirlestur, sem var
haldinn fyrir tuttugu árum síðan af mikilsmetnum rit-
stjóra út frá þessum ljóðlínum:
Sunclrast húmið svart,
sólskin ljómar bjart.
Dögun er um allt.
Öll ræðan var upptalning á rafknúðum sporvögnum í Bom-
bay og amerískum plógum í Afríku og kjólfötum og háls-
línum í Japan sem merki þess, að dögun væri um allt. En
ég dirfist að segja það, að ég er ekki tilleiðanlegur til
þess að hreyfa minn minnsta fingur til þess að gjöra
Austurlönd vestræn, en ég vildi gefa líf mitt til þess að
gjöra þau kristin. Það verður aldrei ofljóst sagt, að vest-
ræna og kristni eru ekki tvö orð sömu merkingar. Vér
J) Frb. demokrasís.
2) Frb. brææs.