Jörð - 01.09.1932, Side 60
58
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
sáum það á tíma seinustu styrjaldarinnar eins og í geig-
vænlegu leiftri, að mikið af menningu vorri er enn á valdi
iíeiðinna hugsjóna. Hver var það, sem bað einu sinni:
Ö, leyf mér að sjá heiminn með lokið tekið af honum'?
Jæja, vér höfum séð hann með lokið tekið af honum, og
skuggaleg mynd vorrar heiðnu fortíðar gaut til vor aug-
unum úr djúpunum. Heiðin fortíð rikti ýfir svo miklu
af lífi því, sem hulið var undir siðmenningu vorri, serri
virtist þó vera svo ljómandi. Það myndi lækna oss gegn
allt of ódýrri og grunnfærri bjartsýni, að sjá margar af
stórborgum nútímans með lokið tekið af. Nei, heiðin-
dómurinn er ekki hlutur, sem vér getum bent á á landa-
bréfi og sagt: Iiérna er hann og þarna er hann. Heiðnin
er ekki landfræðilegt hugtak, heldur er hún andlegs eðlis;
og það geta verið stór svæði hugsunar, vilja og anda, sem
eru heiðin beggja megin hnattarins. Heiðni er rík bæði
í Austurlöndum og í Vesturlöndum.
Enn sem komið er, er ekkert það til, sem má nefna
með réttu kristna þjóð. Til eru kristnaðir menn og kristn-
uð félög manna, en engin þjóð hefir enn grundvallað allt
líf sitt á lífsviðhorfi Jesú. Vér erum kristnaðir aðeins að
nokkuru leyti. Þetta á ekki svo að skilja, að vér metum
ekki mikils og séum ekki þakklátir fyrir þá kristnun, sem
heimurinn hefir þegar tekið, og eigi erum vér blindir fyr-
ir því, að menning vor er sennilega sú bezta, sem mann-
kynið hefir framleitt enn sem komið er á vegferð sinni.
En það sem vér villdum sagt hafa er það, að vér miðum
við hið hvíta ljós, persónu Jesú.
Vér óskum þess, að Austurlönd varðveiti sína eigin
sál. Með því móti einu geta þau orðið skapandi afl. Vér
erum ekki í Austurlöndum til þess að líma á þau plástur
vestrænnar menningar, að gjöra þau að daufri eftirlík-
ingu af oss. Vér verðum að ná dýpra, óendanlega dýpra
en svo.
Ennfremur erum vér ekki komnir þangað til þess að
færa þjóðunum fullgjört, stirðnað kerfi kirkjulegra og
guðfræðilegi’a skoðana og segja við þær:„Takið við þessu
í heild eða engu“. Jesús er evangelíið — hann er sjálfur