Jörð - 01.09.1932, Side 61
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
59
fagnaðarerindið. Á liinum fyrstu dögum Ivristninnar fóru
menn og prédikuðu Jesúm og upprisuna — Jesúm upp-
risinn. En eins og á fær lit af þeim farvegi, sem hún renn-
ur um, ]nmnig litaðist Kristindómurinn, er hann rann um
farveg margvíslegrar lífsskoðunar ýmissa kynflokka og
þjóða. Vér höfum bætt töluverðu við meginboðskapinn:
Jesúm. Sumt af því verðskuldar að lifa, af því að það á
rót sína að rekja til þess, sem er óumbreytanlegur raun-
veruleiki1). Sumt getur ekki þolað áfallið við fluttning og
gróðursetning á öðrum stað1). Það er áfall fyrir sérhvað
lifandi, að flytjast og gróðursetjast á nýjum stað. Ég hefi
séð fjölda afburða prédikara koma til Austurlanda og
tala með túlk. Oft hefir árangurinn verið aumur; þegar
mælskumálfærinu og' snjöllum setningum var sleppt, af
því að þetta var óþýðanlegt, þá var ekki nægur hugsana-
kjarni eftir, til þess að hrífa, er hann var íklæddur við-
hafnarlaúsum búningi annarar tungu. Sum kirkjulegra
hugsanakerfa vorra, sem hafa verið reist vegna sérstakra
trúardeila, glata þýðingu sinni þegar þau koma í allt ann-
að andlegt andrúmsloft. En Jesús er fyrir alla. Ifann get-
ur þolað áfall fluttnings og gróðursetningar á nýjum stað.
Hann finnur hljómgrunn í hjörtum allra þjóða.
Það er ætlan vor að gefa Indlandi kost á að veita við-
töku eins miklu af menningu vorri og kirkjulegum kenn-
ingarkerfum, eins og því er hagur að. En á þessi atriði
leggjum vér enga megináherzlu. Tílgangur vor er sá,
fyrst og fremst, að færa þeim Krist og fela þeim að túlka
hann eftir sínum eigin anda og lífi. Þá verður túlkunin
lifandi og án milliliða. Sé nú svo, að þetta sjónarmið
særi kirkjulegan hreppametnað vorn, þá benda líkur
sterklega til þess að það bæti kristindóm v'orn.
Séum vér ekki komnir til Indlands til þess að boða
Indverjum kristni á þennan veg, til hvers erum vér þar
þá? Vér hyggjum, að innsta þörf, jafnt Austur- sem
Vesturlanda, sé fern: fullnægjandi takmark skapgjörðar,
siðferðilegt og andlegt afturhvarf, frjálst og fullnægjandi
a) þetta teljum vér óljóst lijá höf. Ritstj.