Jörð - 01.09.1932, Page 62
60
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
líf, — Guð. Vér trúum því, að Jesús gefi þetta fernt í
æðstum skilningi.
Sérhvert kenningarkerfi hlýtur að dæmast af afleiðing-
um sínum, ávöxtunum. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér
þekkja þá“. Að hverju stefnum vér? Það sem hin ýmsu
kenningarkerfi hugsunar og trúar stefna að, mætti orða
svo, sem hér segir: Grikkir sögðu: Vertu hófsamur —
þekktu sjálfan þig. Rómverjar sögðu: Vertu styrkur —
hafðu vald á sjálfum þér. Konfusíushyggjan1) segir:Hef
þig upp úr — leiðréttu þig sjálfur. Sjintóhyggjan2) segir:
Vertu drottinhollur — bættu sjálfan þig. Búddhahyggjan
segir: Losa þig við blekkingar — gjör sjálfan þig að engu.
Hindúahyggjan segir: Vertu fráskilinn — sökk þér niður
í guðdóminn. Múhammeðstrúin segir: Vertu undirgefinn
— haltu hlut þínum. Gyðingdómurinn segir: Vertu heil-
agur — aga sjálfan þig. Efnishyggja nútímans segir:
Vertu starfsamur — njóttu lífsins. Leikhyggja nútímans
segir: Vertu víðfeðmur — rækta sjálfan þig. Kristindóm-
urinn segir: Vertu eins og Kristur — gefðu sjálfan þig.
Ef að rök og tilgangur Kristindómsins og þar af leið-
andi kristniboðunarinnar er það að skapa lundarfar, sem
líkist lnndarfari Krists, þá er mér ekki þörf neinnar máls-
varnar fyrir því, að ég er kristniboði; því að ég þekki
ekkert það, sem er æðra fyrir Guð eða menn — en það
að líkjast Kristi.
Ég þelcki ekkert, sem er æðra fyrir Guð. Ef að Guð
líkist Jesú að lundarfari, þá er hann góður Guð, sem
liægt er að treysta. Trúarefasemdir nútímans eru eigi
um Krist, heldur um Guð. Menn spyrja hvort til geti
verið góður Guð, sem standi að baki öllum viðburðum,
þegar þeir sjá saklaus börn þjást af óumræðilegum sjúk-
dómum, sem þau hafa ékki sjálf bakað sér. En sturl-
uðum og efandi hug léttir, er hann snýr sér að Jesú, og
hann segir: Ef að Guð er slíkur, þá er hann eins og
hann á að vera. Sem kristnir menn fullyrðum vér, að
hann er slíkur, að hann líkist Kristi að lundarfari, og
x) Kínversk speki. 2) Japönsk trú.