Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 63
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
61
þetta fullyrðum vér án fyrirvara og- án þess að tunga vor
hiki sér hið minnsta. Vér trúum, að „Guð sé Jesús alls-
staðar“ og að Jesús sé Guð hér á meðal vor — mannlíf
Guðs.
Ef Guð hugsar að hætti barna eins og Jesús hugs-
aði; ef að hann ber umhyggju fyrir líkþráum, útskúf-
uðum og blindum; ef hjarta hans líkist hinu milda
hjarta, sem sprakk á krossinum, — þá er hjarta mitt á
valdi hans, skilyrðislaust og hiklaust.
Ef að göfugustu andar mannkynsins tækju sig til og
hugsuðu um það til hlítar, hverskonar Guð þeir vildu
óska, að væri í alheiminum, þá myndi andleg og siðferði-
leg mynd hans verða smámsaman í líkingu við Manns-
soninn. Hin mestu tíðindi, sem nokkurntíma hafa verið
flutt mannkyninu, eru tíðindin þau, að Guð líkist Kristi.
Og hin mestu tíðindi, sem vér getum flutt hinum ókrstna
heimi eru einmitt tíðindin þessi — að sá Guð, sem þér
hafið skynjað óljóst, en verið í óvissu um lundarfar hans,
sá Guð líkist Kristi. Ég hefi virt fyrir mér þann tor-
tryggnissvip, sem kemur á menn í Indlandi, þegar þessi
boðskapur er kunngjörður; og ég hefi séð, hvernig tor-
tryggnissvipurinn víkur fyrir þeirri hugsun, að slíkur
æ 11 i Guð að vera; en sú hugsun vekur aftur þá hugs-
un, að slíkur sé hann. Einn hinna gáfuðustu hindúa
sagði: ,,Ég hefi varpað fyrir borð öllu í trú minni um
framhaldslífið, nema sannfæringunni um, að tilvere
mannsins heldur áfram og að ég viti hvar ég hefi Guð.
Um hið síðar talda hafði Jesú veitt honum örugga full-
vissu og um hann sagði hann við mig: „Jesús er hið
æðsta tákn um Guð, sem vér höfum nokkurn tíma séð“.
Sá boðskapur, að vitanlegt sé hvar Guð er að finna, er
óljós fyrir mönnum og óhöndlanlegur, þar til Jesús gefur
sálinni varanlega fullvissu um hann.
Ennfremur þelcki ég ekkert, sem er æðra fyrir
manninn en það, að líkjast Kristi. í sérhverri tungu eru
orðin: Kristi líkur, hin sterkustu viðurkenningarorð,
sem unnt er að nota til þess að lýsa mannlegu lundar-
fari. Það er ekki unnt að bera hærra lof á mannlegt