Jörð - 01.09.1932, Side 64
62
KRISTUR Á VRGUM INDLANDS
[Jörð
eðli, en að kalla það líkt Kristi. Þegar Indland, ókristin
þjóð, vildi nefna mesta son sinn æðsta viðurkenningar-
orði, leitaði hún að sterkasta hrósyrðinu, sem völ var
á, og kallaði Gandhí mann líkan Kristi.
Með ráðnum hug berum vér þessa hugsjón fram
fyrir heimspekinga veraldarinnar, stjórnvitringa, sið-
fræðai'a, siðbótarmenn og trúarlega hugsuði, og vér segj-
um við þá: Góðir menn og bræður! Sjáið þá hugsjón,
sem vér stefnum að. Það er sannfæring vor, að ómaks-
ins vert sé að skapa lundaríar, sem líkist lundarfari
Krists. Þekkið þér nokkuð fegurra og betra? Þekkið
þér nokkurt göfugra takmark? Ilafið þér fundið nokkra
þá fyrirmynd, sem þér getið talið að standi þessari fram-
ar í því að vera það, sem lífið ætti að vera? Sé svo,
þá sýnið oss hana. Og fyrir Guðs augliti lofum vér því,
að sleppa þá vorri hugsjón og leita hinnar. Ég hygg, að
varir veraldar séu dumbar gegn spurningunni um, hvort
hún hafi betra að bjóða. í ríki skapgerðar ber Jesús af
cllum. í baráttu og samkeppni hugsjóna um mannlegt líf,
er hugsjón hans sú, sem bezt hefir skilyrðin til þess að
sigra. Mennirnir komast ekki af án skapgerðartakmarks,
og Jesús er þetta takmark.
En takmark er ekki nægilegt. Það hefir orðið eitt-
hvert öfugstreymi í lífinu. Vér erum ekki það, sem vér
eigum að vei'a. ,,Á að vera“ er andstæða við „er“. Eitt-
hvað þarf að koma fyrir oss og gjörast innra með oss,
sem frelsi oss frá synd og að syndga. Vér þörfnumst sið-
ferðilegra og andlegra sinnaskifta.
En mennirnir þurfa meira en takmark og sinna-
skifti. Þeir þarfnast frjáls, auðugs lífs, fyrir líf, sem er
lamað og kyrkingslegt. Gyðingafrú nokkur í Indlandi
sagði við höfund þessarar bókar: „Þér talið til þessara
manna um trúarbrögð. Það, sem þeir þarfnast, er brauð.
Sjáið hve hungraðir og aðþrengdir þeir eru. Hvers vegna
gefið þér þeim ekki brauð“? Indland þarfnast vissulega
brauðs og þarfnast þess óumræðilega. Enginn getur
dvalið meðal hinnar voðalegu örbirgðar á Indlandi, þar
sem meðaltekjur á mann eru ekki einu sinni tuttugu