Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 65
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
03
aurar á dag, og þar sem 40 miljónir manna hafa aldrei
reynt hvað það er að vera fullsaddur og munu aldrei fá
að reyna það, frá vöggu til grafar, — án þess að finna
hina átakanlegu þörf á að hjálpa Indlandi til þess að
afla brauðs — meira brauðs og það fljótt. Iðnskólar
vorir, tilraunabú vor, samvinnubankar vorir og fjöldi
annara tilrauna til efnalegrar viðreisnar sanna, að vér
skiljum ljóslega hve mikil þörf er á að hjálpa Indlandi
til þess að afla brauðs.
En mikilsvirtur og óvilhallur þjóðmegunarfræðing-
ur komst að þeirri niðurstöðu, að nærri því allt efnalegt
böl á Indlandi eigi rætur sínar að rekja til trúarlegrar
og félagslegrar siðvenju. Iivenær sem gjörð er tilraun
tii þess að lyfta Indlandi efnalega, rekast menn á sið-
venju, sem er þrándur í götu. Þess vegna er það, að
enda þótt ég þakki Guði fyrir sérhverja tilraun, sem
gjörð er til þess að hjálpa Indlandi til þess, að afla meira
brauðs, þá er ég samt sannfærður um það, að bezta leið-
in til þess að gefa Indlandi meira brauð, er að gefa
því Krist. Því Kristur gjörir lífið frjálst.
Það er líka ósk mín, að ég fái að sjá lndland
stjórnfrjálst. Ég á ekki við það, að Indland verði endi-
lega að vera utan við brezka alríkið. Það er von mín
persónulega, að Indland haldi áfram að vera innan þess.
En Indland mun ekki, án sjálfsákvörðunarréttar, láta
heiminum í té þann hlut, sem það hefir í raun og veru
til brunns að bera. Seeley hafði rétt fyrir sér er hann
sagði, að „siðhnignun hljóti óhjákvæmilega að koma upp
hjá sérhverjum undirokuðum mannflokki“. Enda þótt
ég hyggi, að England hafi veitt Indlandi svo góða stjórn,
sem ein þjóð getur veitt annari, er ég engu að síður,
eins og þjóðernissinnarnir, þeirrar sannfæringar, að
„góð stjórn er engin fullnægjandi uppbót fyrir sjálf-
stjórn“. Ég vil sjá Indland standa á eigin fótum. En
fjötrar þeir, sem binda Indland í raun og sannleika, eru
hið innra. Slítið þá fjötra og ytra frelsið er tryggt frá
þeirri stundu.
Ég spurði Mahatma Gandhí, eftir að hann var lát-