Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 66
64
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
inn laus úr fangelsinu, hver væri, að hans áliti, ástæð-
an til þess, að hreyfing hans hefði hjaðnað meðan hann
var í fangelsinu. Hann snéri spurningunni til mín og
spurði mig hver ég áliti að væri ástæðan. Ég svaraði,
að ég áliti, að með því að lífið, þegar öll kurl kæmu til
grafar, leitaði á stig hins venjulega hugsunarháttar,
þá hlyti ástæðan að felast undir niðri í hugsunarhætti
Indlands. í huga múhammeðstrúarmannsins er það, sem
grípur hann innst inn, hugsunin um Kismet, — um það,
að allt sé fyrirfram ákveðið af drottinvilja Allah1). Þeg-
ar múhammeðstrúarmaðurinn kemst í vanda, hættir hon-
um við að berja með hendinni á enni sér og segja:
„Hvað get ég gjört? Kismet mitt er illt“. Iíann er
meira eða minna bundinn af forlagatrúnni. Á hinn bóg-
inn hefir hindúinn innst í huga sínum hugsunina um
Karma, — um það, að vér séum undirorpnir afleiðingum
gjörða vorra í fyrri tilveru. Þegar hindúinn kemst í
erviðleika, segir hann venjulega: „Ilvað get ég gjört?
Karma mitt er illt“. Hann er líka meira eða minna
bundinn af forlagatrúnni og þar af leiðandi ýmsum
hugsunum, sem lama. Ég gat þess til við mahatmann2),
að fyrir áhrif persónu hans hefði Indland gleymt
bæði Kismet og Karma og þannig orðið skapandi, svo
að líf þjóðarinnar hreinsaðist og því, sem var ómögu-
legt, varð hrundið í framkvæmd. En þegar hann var
fjarlægður, óx eldri og rótgi'ónari hugmyndum um Kis-
met og Karma orka á ný, og Indland missti kjarkinn
gegn þeim erviðleikum, sem ógnuðu því. Ilreyfingin
hjaðnaði niður. Ég vék að því við Gandhí, að til væri
þriðja lífshugsjónin, sem sé krossinn, eins og hann
vissi vel og sýndi með undursamlegu móti í lífi sínu.
Og krossinn getur aldrei beðið ósigur, því að hann er
sjálfur ósigur, og það er ekki hægt að sigra ósigur.
x) Allah er nafn Miihammcðsti'úaimanna á Guði, arabíska.
2) Mahatma þýðir s t ó r s á 1 og er indverskt kenn-
ingarnafn, er felur í sér hina hæstu viðurkenningu og að-
dáun.