Jörð - 01.09.1932, Page 67
Jörð]
KRISTUR Á VEGIIM INDLANDS
65
Það er ekki unnt að niðurbrjóta það, sem niðurbrotið
er. Krossinn byrjar með ósigri og tekur honum sem
lífsaðferð. Og- einmitt með því hlotnast honum sigur-
inn. Hann veit ekki hvað það er að bíða ósigur, því
að hann breytir sérhverri hindrun í hjálpartæki og sér-
hverjum erviðleika í opnar dyr, sérhverjum krossi í
endurlausnarmeðal. Þess vegma, sagði ég að lyktum,
mun hver sú þjóð, sem gjörir krossinn að þungamiðju
hugsunar sinnar og lífs, aldrei þekkja til ósigurs. Hún
mun eiga þá óslökkvandi von, að páskamorgun renni
upp einmitt rétt handan við sérhvert Golgata. Það væri
þess vegna óbifanleg sannfæring mín, að Indland hlyti
aldrei algjöra viðreisn fyr en bæði Kismet og Karma
væri útrýmt úr huga þess fyrir krossinum.
Það er eins og Tagore segir: „Allt nær ákveðnu
marki í Indlandi; svo stöðvast það“. Ástæðuna til þessa
hefi ég fundið í því, sem að framan er sagt. Hér um
Lil allt efnalegt, félagslegt og þjóðlegt böl á rætur sín-
ar að rekja til siðvenja, sem eru til hnekkis. Ég er
þess vegna fullviss þess, að bezta leiðin til þess að
gjöra Indland frjálst efnalega, félagslega og stjórnlega,
er að gefa því Krist.
Indland hefir alltaf kunnað að bæta við, en það
hefir ekki borið skynbragð á að rýma burt. Það hefir til-
einkað sér allt, sem á vegi þess varð, en losað sig við
fátt. Af þessu er líf þess þunga hlaðið og þjakað. Líf-
ið er næst um því eins mikið komið undir hverju er
hafnað eins og hinu hvað menn tileinka sér. Indland
þarfnast aflvaka til þess að hjálpa því til að hreinsa
burt það, sem bezt er að víki á braut og láta það fara
veg allrar veraldar.
Lágstéttakonurnar í Gujerat1)
setja látúnshringi mikla á ökla sér og arma
á hverjum einasta afmælisdegi.
*) Frb. Gúdsjerat.