Jörð - 01.09.1932, Page 68
66
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
Verða þessir hringir þeim æfilöng birði,
sem með hverju árinu verður þyngri og þyngri.
Þannig skjögra þær áfram stritandi
unz þær hníga að moldu.
Þetta er dómur og krafa siðvenjanna.
Þannig sá ég eldgamla Indland hlaðið þunga
samanhrúgaðra siðvenja og hnekkjandi hjátrúar.
Svo var af því dregið, að orku átti það varla,
til þess að rétta úr sér
og standa upprétt meðal þjóðanna.
Indland lyfti augum sínum beint til mín,
þreyttum augum og þó enn fylltum anda
og virtist segja:
„Kæri fóstursonur, sé ást þín til mín sönn,
þá tak af mér þessa birði, svo að ég verði frjáls,
því ég vil þjóna;
en gæt þess, sonur minn, að fara varlega.
Því að ég hefi borið byrðina svo lengi,
að hún er orðin eins og hluti af mér“.
Ó, meistari hjarta míns.
gef mér mildi þína og kraft,
svo að ég geti hjálpað til
að frelsa Indland frá þessari byrði
og minnist alltaf hvernig gegnumstungin hendi þín
frelsaði af mildi fjötraða sál mína
frá mörgum fýsnarlæðing og snöru sjálfselskunnar,
og bauð sælli sál minni að vera frjálsri.
Ég álít að það hreyfiafl, sem Indland þarfnast, sé
Kristur. Sá sem Sonurinn gjörir frjálsan, er í sannleika
frjáls. Indland þarfnast frjáls og eindregins lífs. Og
Kristur er líf.
Og nú ];omum vér að mikilvægu atriði. Dýpsta
þörf mannshjartans í Austurlöndum, sem Vesturlönd-
um, er Guð. Þjóð Indlands er sú þjóð á Jörðunni, sem