Jörð - 01.09.1932, Side 69
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
Ö7
Jörð]
mest hugsar um Guð. En ég hefi það á tilfinningunni,
að afstaðan til Guðs sé fremur umhugsun en tileinkun.
Hvernig málum er háttað má gjöra grein fyrir í stuttu
máli með eftirfarandi frásögn: Það var eitt dásamlegt
indverskt kvöld. Ég sat í aítansvalanum hjá gömlum
heimspeking. Hann var af flokki göfugustu, indverskra
hugsuða, mjög lesinn í indverskri heimspeki og einnig
kunnugur heimspeki Vesturlanda. Við vorum heillaðir af
kyrð og friði kvöldsins og ræddum um Cuð, lifið og til-
gang þess. Meðan við vorum að tala, strauk hann hægt
skeggið og sagði: „Ég er dýpsti veruleikinn, en ég veit
það ekki enn“. Er ég sat og braut heilann um það, sem
hann hafði sagt, var mér sem ég sæi Indland sitja fyrir
framan mig og fullyrða fyrir munn gamla mannsins,
eins og það hefir verið fullyrt um aldir: „Ég er dýpsti
veruleikinn“, og bæta við: „en ég veit það ekki enn“.
Fáum dögum seinna hitti ég hann aftur. Hann var
dapur í bragði og honum var þungt í skapi. „Land mitt
er ekki frjálst. Það er sundrað og aflvana. Mér virðist
ég eygja ekki neina von“. Þetta var viðkvæði harmtölu
hans þann dag. Hjarta hans átti þá ekki hljómgrunn
fyrir r.einn annan tón.
Næsta dag kom ég aftur og þá lá ljómandi vel á
honum. ,,Ó“, sagði hann, „hjarta mitt hefir verið svo
fullt af fögnuði í dag. Allan liðlangan daginn hefir bæn-
in, sem —— kenndi oss, hljómað í huga mínum: Þú ert
faðir vor; kenn oss að þekkja þig sem föður. Ó, þetta
er það. Ég á frið í dag. Þetta er það, sem land mitt
þarfnast“. En áður en samtali okkar var lokið, bætti
hann við, að því er mér virtist ofurlítið hryggur í
bragði: „Ef að þetta héldist nú. En það er eins og það
ætli ekki að haldast“.
Hafið þér náð myndinni: Indland staðhæfir: „Ég
er dýpsti veruleikinn“, en bætir við: „Ég veit það ekki
enn“. Það finnur enga fótfestu í né kraft frá þeirri
ópersónulegu veru, sem kölluð er dýpsti veruleikinn,
hnígur í örvæntingu um hinn raunverulega heim um-
hverfis og hrópar: „Land mitt — er nokkur von?“ Svo