Jörð - 01.09.1932, Side 70
68
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
kemur hið unaðslega augnablik, er Indland sér Föðurn-
um bregða íyrir og hrópar upp: „Ó, þetta er það. Ég
á frið í dag. Þetta er það, sem ég þarfnast“. En svo end-
ar það með harmatölu: „Það er eins og það ætli ekki að
haldast“.
Hvað er það eiginlega, sem vantar? Það er vissu-
lega ekki göfug heimspekileg alvara eða andlegur mót-
tökuhæfileiki. En þegar Indland kemur að þeim stað,
þar sem ná skal fótfestu, er gefi varanlega gleði, þá
skrikar því fóturinn. Er nokkur þörf fyrir Krist þar?
Gæti hann gjört nokkuð, er svo stendur á? Er Indland
biður eins og Pilippus: „Sýn oss föðurinn og það nægir
oss“, mun hann þá ekki nema staðar og segja stillt:
„Sá, sem hefir séð mig, hefir séð föðurinn“? Myndi hann
ekki gefa svipstundarsýninni festu og gjöra hana að
varanlegri lífsreynslu? Og er Indland hefði eignast Föð-
urinn, myndi þá ekki þar af koma hjálpin til þess að
halda hugrekkinu og örvænta ekki vegna ytra umhverfis?
Myndi ekki þetta augnablik hugljómunar vaxa út yfir
gjörvallt lífið? Djúpt hugboð hrópar til mín, að þannig
myndi það verða.
Það er óræk staðreynd, sem reynslan margsýnir, að
þegar meðvitund manns um Krist dýpkar, þá dýpkar að
sama skapi meðvitund hans um Guð. Jesús ýtir ekki
Guði burtu eða keppir við hann; þeim mun betur sem
ég þekki hann, þeim mun betur þekki ég Föðurinn. Um
það legg ég engin rök fram, en ég ber einfaldlega vitni
um, að þessu er þannig farið.
Ef það hefir verið tilætlunin, að einhver þjóð á
Jörðunni fyndi Guð, án Jesú Krists, þá hefir indverska
þjóðin aflað sér réttarins til þess. Indverjar nafa leitað
Guðs svo, að engin önnur þjóð á Jörðunni hefir nokkurn-
tíma gjört það eins. Hafi verið hægt að finna Guð í
unaðsþrunginni upplýsingu fyrir óþreytandi leit einvörð-
ungu, þá hefir indverska þjóðin aflað sér réttarins til
þess. En það er einmitt það, sem verður mér deginum
ljósara, er ég ferðast um Indland, að þessa sælutilfinn-
ingu, um að hafa fundið, vantar. „Þér eruð sá hugrakk-