Jörð - 01.09.1932, Síða 71
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
69
Jörð]
asti maður, sem ég hefi nokkum tíma hitt“, sagði Ilindúi
nokkur einu sinni eftir, að ég hafði flutt erindi. „Þér
segist hafa fundið Guð. Ég hefi aldrei heyrt mann segja
það fyr“. Þetta var ekki verðskuldun mín né heiður,
— ekki í minnsta máta. Ég hafði horft á ásjónu Jesú,
og sjá, ég sá Föðurinn. En ásjóna Jesú hefir ekki verið
á Indlandi, svo að menn gætu horft á hana og þess vegna
hefir vitrunin um Föðurinn verið hverful.
Ef þetta hljómar sem einber kennisetning, látum þá
Indland sjálft tala. Vinur minn, Ilolland, kunnur trú-
boði og rithöfundur, segir frá eftirfarandi, sem gefur
upplýsingu um þetta mál: Hann hafði átt kappræðu
við duglegan dómara, sem var Hindúi, og dómaranum
hafði veitt betur og sagði loks í vingjarnlegum
róm: „Jæja, þegar allt er athugað, þá er ekki svo
mildll munur á okkur. Þér kristnir menn takið sinna-
skiftum, er þér finnið Guð í Kristi. Vér Ilindúar tökum
sinnaskiftum, er vér finnum Guð í oss sjálfum“. „Já,
en sá er munurinn“, sagði Holland, „að í þeim löndum,
þar sem Kristur er þekktur, eiga sér stað sinnaskifti.
Ég get farið með yður í heimsókn til hundraða krist-
inna vina minna í þessari borg, indverskra og enskra,
og er þér talið við þá, munuð þér verða var við einmitt
hið innra ljós, þá andlegu uppgötvun og andagift, sem
við nú höfum verið að tala um. Aftur á móti þekki ég
ekki einn einasta Hindúa-lærisvein, sem lætur mig verða
varan við, að liann hafi öðlast slíkt“. Dómarinn leit nið-
ur, lækkaði röddina og sagði hógværlega við Holland:
„Þér hafið fullkomlega rétt fyrir yður. Ég þekki fleiri
hindúa heldur en þér, fylgjendur Arya Samaj1) og
Brahmo Samaj2), þeósófa11) og orþódoxa4), en ég þekki
ekki einn einasta, sem hefir fundið“. (The Goal (frb. gól)
of India, Holland, bls. 209).
’) Atkyæðamikill þjóðlegur umbótaflokkur innan Hindúa-
trúarbragðanna, — harður í garð Kristindóms og Kirkju.
-) Umbótaflokkui' innan Hindúatrúarbragða; lil orðinn
vcgna kristilcgra ábrifa. :i) „guðspekingar". 4) „rétttrúaðir".