Jörð - 01.09.1932, Page 72
70 KRISTIJR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
Að undanteknum einum manni, sem sagðist ver^,
„Jiwan-mukta“ (frb. dsjívan-múkta), þ. e. maður, sem
hefir fundið lifandi frelsun, manni, sem áheyrendurnir
brostu að og tóku ekki alvarlega, hefir mér reynzt Ind-
land hugsandi um Guð, en ennþá fálmandi. Hún er þar
ekki ennþá þessi tilfinning um að hafa f u n d i ð.
En nú er reyndin sú, að Jesús gefur mönnum hana
einmitt. Auk þess gefur hann þeim skapgjörðartakmark
og fyllingu hins frjálsa lífs. Er nokkur annar, sem get-
ur gefið mönnum þetta þrennt? Er reyndin sú, að nokk-
ur annar gjöri það?
Dag nokkurn spurði ég einlægan hindúa, hvað hann
áliti um Krist. Ilann svaraði hugsi: „Það er enginn nema
Jesús Kristur, sem í alvöru er biðill að hjarta mann-
kvnsins. Enginn annar en hann er á sjónsviðinu".
Rennið augunum yfir allan sjóndeildarhringinn, —
sjáið þér nokkurn annan?
Jæja, frú Besant boðar komu alheimsfræðara. Hún
leiðir Krishnamúrtí fram á sjónarsviðið, bramahna — ung-
ling, sem eigi að verða holdgun Krists. Ilún játar meira
að segja óvart drottinvald Jesú, því að það á að verða
holdgun Krists. Krishnamúrtí hefir lagt fram fyrir heim-
inn fyrsta hluta kenningar sinnar sem alheimsfræðari
og hefir verið sýnd guðleg lotning á Indlandi og í Vest-
urlöndum. Ég átti einhverju sinni langt samtal við hann,
og virtist mér hann meðalgáfumaður, mikið fremur við-
feldinn, meðalmaður að andlegu skyni, og ég heyrði hann
blóta á góðri, alþýðlegri ensku! Ég kom frá honum með
tilfinningunni um það, að ef að hann er allt, sem mann-
kynið hefir að vænta, til þess að leiða það fram úr ógöng-
unum, sem það nú er statt í, þá — Guð sé oss náðugur.
Það er, bókstaflega talað, enginn annar á sjónsvið-
inu, enginn annar á vettvangi allrar veraldar, sem býð-
ur mannkyninu það þrennt, sem áður er nefnt. Kristur
getur það eða — enginn. Mattew (frb. mettjú) Arnold1)
segir: „Reyn þú alla vegi til friðar og hamingju, sem þér
H Frægur enskur rithöfundur frá miðri 19. öld.