Jörð - 01.09.1932, Side 74
72
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
hafði orðið fyrir vonbrigðum, en hann var hugsi. Sadhú-
inn hafði rétt að mæla. Ókristnu trúarbrögðin fela margt
fagurt í sér, en þau vantar Krist.
En svo kemur einhver með mótbárur og segir:
„Já, en komast ekki ókristnu trúarbrögðin ágætlega af
án Krists? Mitt svar er, að ég þekki engan, hvorki í
Austurlöndum né Vesturlöndum, sem kemst vel af án
Krists. Kristur er lífið og þess vegna lífsnauðsyn.
Bramahn nokkur kom til mín og talaði við mig í
trúnaði einn dag. Hann sagði: „Ræður yðar hafa vak-
ið mikla ánægju; en það er eitt, sem ég vil benda
yður á. Ef þér viljið prédika Krist sem veg, þá er það
ágætt; en segið, að það geti eins verið aðrir vegir. Ef
þér gjörið það, mun Indland vera við fætur yðar“.
Ég þakkaði bróður mínum fyrir umhyggju hans fyrir
mér, en sagði „Ég leita ekki almenningshylli, og
spurningin er ekki um það, hvað ég ætti að segja. Spurn-
ingin er um hitt, hverjar staðreyndirnar eru. Þeirra
er úrskurðarorðið". Það myndi gleðja mig og meira en
gieðja mig, ef ég gæti sagt, að til væru aðrir, sem
frelsuðu menn; en staðreyndin er, að ég þekki aðeins
einn, sem ég þori að nefna frelsara. En Krist þori
ég að nefna frelsara, fyrirvaralaust og skilorðslaust.
Einn dag sagði hindúi við mig: „Þér eruð verulega
frjálslyndur sem kristinn maður“. Ég svaraði: „Bróðir
minn, — ég er sá þröngsýnasti maður, sem þér hafið
nokkru sinni fyrir hitt. Ég er frjálslyndur um hér um
bil allt annað; en vegna staðreynda er hugsun min um
æðstu eðlisnauðsyn manna algjörlega takmörkuð við hið
eina — Jesúm“. Það er einmitt vegna þess, að vér trú-
um á Jesú sem Drottin, að vér höfum efni á því að
skoða ókristin kenningarkerfi og lífshorfur frá frjáls-
huga sjónarmiði. En staðreyndirnar hafa knúð oss til
Jesú, sem dýpstu nauðsynjar alls lífs allsstaðar.
V É R vísum þá þeirri mótbáru á bug, að vér með
kristniboðun séum með óréttu að skifta oss af mál-
im annara þjóða. Kristniboðunin er ekki fremur órétt-