Jörð - 01.09.1932, Síða 75
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
73
mæt afskiftasemi, en það, að Kopernikus uppgötvaði
þann rniðdepil, sem Jörð vor snérist um og gjörði upp-
götvun sína öðrum kunna, svo að þeir nytu þekkingar
þessarar með honum. Boðskapur hans olli truflunar og
óánægju mörgum, sem álitu að kenningin um, að Jörðin
væri miðdepill alls, væri friðheilög. Nú sjáum vér, að
truflun sú, sem þessi uppgötvun olli, var ekki neitt í sam-
anburði við þá geisilegu og óbætanlegu truflun, sem alls-
staðar átti sér stað á meðan hugsanir og ályktanir manna
voru ekki miðaðar við hinn sanna miðdepil. Vér flytjum
þann boðskap, að vér trúum því, að vér höfum uppgötvað
þungamiðju hins andlega og siðferðilega alheims — per-
sónu Jcsú. Þessi boðskapur veldur truflun og umbyltingu.
En þegar menn einu sinni hafa fundið þann miðdepil,
þá sjá þeir fagran, andlegan heim koma úr óskapnað-
inum. En vér erum ekki að koma þessu inn á menn,
heldur gjörum vér öðrum kunna vitneskju vora, svo
að þeir geti notið þekkingar hennar með oss.
Vér vísum einnig þeirri hugmynd á bug, að vér
reynum einungis að afla fylgjenda. Vér óskum fastmót-
aðrar og göfugrar skapgjörðar, og sé nokkuð í tilraun-
um vorum, sem beri vott um sóttsjúkan áhuga, eru það
þær tilraunir, sem vér gjörum af brennandi áhuga, til
þess að koma á reglu í voru eigin húsi. Þess þurfum
vér engu síður en hverjir aðrir.
Um þær ásakanir, að vér séum að svala tilfinn-
ingunni um yfirburði hins hvíta kynflokks og að vér
séum fyrirrennarar yfrdrottnunarstefnunnar og auð-
valdsins, látum vér oss nægja að segja það, að Jesús
er hinn eini, sem stendur í vegi fyrir hverskonar stjórn-
legri eða fjárhagslegri ágengni í Austurlöndum. Hann
er hvarvetna ágengum mönnum til baga. Ilann hefir
náð taki á þeim. Þeir geta ekki svælt undir sig og haft
aðra að féþúfu með alveg eins rólegri samvizku og
áður fyr. Og á meðal þeirra, sem eiga í kynflokkabarátt-
unni, birtist hann, sem er m a n ns sonurinn. Kynflokka-
rígurinn hjaðnar fyrir lifandi snertingu hans. Hann er
vinur mannanna.