Jörð - 01.09.1932, Síða 76
74
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
Þegar sagt er við oss, að Indland gefi heiminum
önnur eins mikilmenni eins og Gandhí og Tagore, og
að það sé þess vegna ósvífni að fara þangað til að boða
kristni, þá svörum vér með því að þakka Guði fyrir
mikilleik þessara sona Indlands. Vér erum hreyknir
af þeim og þakklátir fyrir þá og einnig þakklátir fyr-
ir þann hluta, sem Jesús á í að gjöra þá að mikil-
mennum.
Um að „fyrirskipunin mikla“ sé seinni tíma inn-
skot, er því til að svara, að það hefir enn ekki verið
sannað; en þó að það hefði verið sannað, þá værum vér
engu að síður skuldbunanir til þess að boða Krist fyr-
ii öllum heiminum, því að sú skuldbinding er ekki
grundvölluð á fyrirskipun, heldur í eðli sjálfs fagnaðar-
erindisins, á Kristi. Hvort sem það er seinasta fyrir-
skipun hans eða ekki, verðum vér að gjöra aðra hlut-
takendur í honum; því að nauðsyn hins mannlega lífs
býður oss að flytja því slíkan frelsara sem Jesúm.
Upp úr djúpi nauðsynjarinnar stígur hin drottinlega
rödd: „Farið út um allan heiminn og prédikið gleði-
boðskapinn öllu sköpuðu". Ef vér þeigjum, munu stein-
arnir, — harðar, naktar staðreyndir lífsins — hrópa.
Og enn er eitt. Það er ekki einungis, að hann og
staðreyndirnar bjóða oss að fara, heldur stendur
hann í Austurlöndum og bendir oss að koma. Hann
er þar fyrir — í dýpsta skilningi sagt. Vér komum
ekki aðeins með hann. Vér förum til hans. Þenna lif-
andi og átakanlega sannleika lætur hann oss sjá í sýn,
er efsta degi bregður fyrir: „Ilungraður var ég og þér
gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að
drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og
þér klædduð mig, í fangelsi var ég og þér komuð til
mín“. Hinir réttlátu hrópa: „Herra, hvenær sáum vér
þig hungraðan og fæddum þig, eða þyrstan og gáfum
þér að drekka“? Og svo koma orðin undursamlegu af
vörum hans: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta
einum þessara minnstu ... þá hafið þér gjört mér það“.
Hvern seðjum vér, er vér seðjum hungraðan mann á