Jörð - 01.09.1932, Page 77
JÖlð]
KRISTUfí Á VEGUM INDLANDS
75
Indlandi? Aðþrengda manninn, sem stendur þarna fyr-
ir framan mig. Já, og meira en hann — vor eigin
Kristur er hungraður í þessum manni. Og þegar ég
lyfti bikarnum að skrælnuðum vörum Indlands — að
hvers vörum lyfti ég honum þá? Að vörum jyyrsta
mannsins, sem stendur þarna fyrir framan mig. Já, og
meira en að vörum hans, því að minn eigin Kristur er
líka þyrstur í honum. Ég þarf ekki að fara með Krist
til Indlands, — liann er þar í þrotlausri líkamning mann-
legrar eymdar. Það sem vér gjörum Indverjum, gjör-
um vér honum sjálfum. Hér á við líking. Æðakerfið er
um allan líkamann. Skerðu í hvar sem er og það mun
blæða.
Ef hér er mál, sem varöar Krist, hvernig getur
það þá verið oss óviðkomandi? I stuttu máli sagt:
Vér erum í Indlandi vegna þess, að lundarfar líkt
Krists lundarfari, er það æðsta sem vér þekkjum; vegna
þess að Kristur gjörir kost á algjörri siðferðilegri og
andlegri breytingu; hann gefur fyllingu hins frjálsa
lífs og það, sem er mikilvægast alls: hann gefur Guð.
Og vér vitum ekki deili á neinum öðrum en Kristi, sem
gjöri þetta. En hann gjörir það.
Og hjarta því, sem farið er að elska hann, er það ó-
mótstæðilegt að hugsa til þess, að hann er hungraður,
þyrstur, sjúkur, i fangelsi, nakinn og ókunnugur gest-
ur í altækri neyð meðbi'æðra vorra.
Vér komum með Krist til þeirra — vér förum til
hans. Hann er rökin og tilgangurinn.
ÞRIÐJI KAPÍTULI.
Vaxandi drottinvald Jesú í siðferðilegum og
andlegum efnum.
MARGIR þeir, sem gjört hafa sér í hugarlund, að
Guðs ríki komi einungis þannig, að hægt sé að benda
á það og segja: Sjá, það er hér eða það er þar, hafa