Jörð - 01.09.1932, Side 78
70
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
orðið fyrir vonbrigðum, er þeir komust að raun um,
hversu hægt það kemur; en þeir sem gleggri eru, hafa
skyndilega vaknað og séð, að Guðs ríki var á meðal
þeirra og allt umhverfis þá. Svo er mál með vexti, að
Kristindómurinn er nú að brjótast út fyrir landamæri
kristinnar kirkju og kemur í ljós á þeim stöðum, sem
menn síst kynnu að vænta. Ef að þeir, sem hafa ekki
anda Jesú, tilheyra honum ekki, hver ytri tákn sem
þeir kunna að geta sýnt, þá er það aftur á móti víst,
að þeir sem hafa anda Jesú eru hans, hver ytri tákn,
sem þá kann að vanta. Það er erfitt, eða réttara sagt
ómögulegt, að draga ákveðna markalínu, er um ræðir
andlega hreyfingu sem þá, er stafar frá Jesú. Hag-
skýrslur og flokkun verða úti á þekju og geta ekki
gefið upplýsingar um, hver er með og hver ekki er með.
Jesús sagði oss, að þannig myndi það verða.
Ilann sagði, að ríkið kæmi eftir tveim miklum veg-
um. Það er líkt mustarðskorni, örlítil ögn, sem vex og
verður að stóru tré. Þannig lýsir hann ytri vexti krist-
indómsins — því, hvernig menn fylkja sér undir merki
ytra tákns ríkisins, sem sé kristinnar kirkju. Ennfrem-
ur sagði hann, að Guðs ríki sé líkt súrdeigi, sem hljóð-
lega gagnsýrir heildina. Þannig lýsir hann, hvernig
kristinn sannleikur og hugsun gagnsýrir hljóðlega hugi
og hjörtu manna, þar til er andi manna og skoðun hef-
ir gagnsýrst, af anda Jesú, þeim hér um bil óafvitandi —
þeir kristnast innan frá.
Vér sjáum þetta tvennt vera að gerast undan
þrýstingu Jesú á andlegt líf Austurlanda.
Vér þurfum ekki að dvelja lengi við fyrra atrið-
ið, enda þótt vöxturinn sé talsverður í því efni. Á sein-
ustu tíu árum hefir fólksfj öldinn vaxið um 1,2 af
hundraði, en vöxtur kristinnar kirkju hefir verið 22,6
af hundraði. Oss hafa bæzt um 100,000 sálir í kristnu
kirkjuna á hverju ári; seinustu tíu árin um ein miljón.
Þessi viðbót hefir komið að miklum mun frá -hinum
útskúfuðu stéttum þjóðfélagsins. 1 Indlandi eru um 60
miljónir manna, sem eru ósnertanlegir taldir. Þessir