Jörð - 01.09.1932, Síða 79
JÖl'ð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
77
ósnertanlegu menn, sem hafa liíað á lágstigum lífsins,
í niðurlægingu og fyrirlitningu, eru nú snortnir nýjum,
aflmiklum hugsunum. Hingað til hafa þeir verið undir-
okaðir og hafa ekki upplokið munni sínum. En nú er
því lokið. Þeim er að lærast af hástéttarleiðtogum þjóð-
ernishreyfingarinnar(svona gengur það!)aðferðir ofbeld-
islausrar andstöðu og beita þeim nú gegn bramöhnunum
sjálfum. í Marsmánuði síðastliðnum, fyrir ári síðan,
hófst barátta á Suður-Indlandi, sem liefir haft þjóð-
tækar afleiðingar. Nokkrir hinna ósnertanlegu létu sjá
sig í Travancore á vegi nokkrum, sem þeim var bannað-
ur. En Travanocore er sá hluti Indlands, þar sem stétta-
greiningin er óvægust. Mennirnir voru jafnskjótt flutt-
ir í íangelsi. Næsta dag lét annar hópur sjá sig á sama
vegi, reiðubúinn til þess að láta flytja sig í fangelsi.
Þessi barátta hefir nú staðið yfir á annað ár. Hinir
ósnertanlegu fara í fangelsi, taka út ákveðna refsingu,
koma síðan rólega aftur og setjast á veginn, sem er
bannaður — og Indverjar hafa furðanlega þrautsegju
til þess að sitja fastir við sinn keip. Ofbeldislaus andstaða
þessara þöglu, þolinmóðu manna, hefir komið stétta-
greiningaskipulaginu til að riða frá grunni og hefir
snortið svo hástéttirnar, að ýmsir samúðarríkustu menn
meðal þeirra komu á stofn þúsund manna fylking, er
fór fótgangandi eitthundrað og fimmtíu mílur enskar,
hélt fundi á leið sinni til þess að vekja samúð og
bar fram fyrir hennar hátign, stjórnanda Travancore,
beiðni um að allir vegir yrðu leyfðir hinum ósnertan-
legu. Síðustu frétir herma, að lágstéttarmennirnir hafi
náð yfirhöndinni og vegirnir séu leyfðir þeim. Þolinmóð
þjáning hefir sigrað.
Þessar útskúfuðu stéttir eru komnar af stað. Þeir
kappræða langt fram á nætur á stéttaráðstefnum sín-
um urn það, hvar þeir eigi að leita að leita lífi sínu and-
legs tilgangs og takmarks. Þeir ræða um og bera
saman kosti trúarbragðanna, Hindúahvggju, Múhameðs-
trúar, Búddhatrúar (því að Búddhatrúin, sem hefir ver-
ið útlæg gjör frá Indlandi, er nú boðin heim aftur; að